Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 42

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 42
3. mynd. Reiknaður vindhraði og vindátt við yfirborð jarðar síðdegis 14. júlí 1990. - The simulated surface wind speed based om observations at 1200 UTC on 14 July 1990. viðnám að ræða. Þótt töluvert hvessi er ofar dregur er mestan vind ekki að finna á fjöllum heldur niðri við sjávarmál í vindstreng sem liggur frá innanverðum Kollafirði og til norðvesturs fyrir mynni Hvalfjarðar. Mjög líklegt er að hér sé kominn strengurinn sem varð mótsgestum í Mosfellsbæ og íbúum Reykjavíkursvæðisins til leiðinda. Mestur vindhraði sem reiknaður er í vindstrengnum er 9 vindstig og er það hámark úti fyrir Kjalarnesi. Engar heimildir eru um hversu hvasst varð á þeim slóðum, en á Skraut- hólum á Kjalarnesi og við Veðurstofuna í Reykjavík mældist sem fyrr segir mest 8 og 9 vindstiga meðalvindur og ætla má að um tíma hafi vindur verið nokkru meiri í Mosfellsbæ. Er það heldur meiri vindur en reiknaður er á 3. mynd, en á það ber að líta að við reikningana er einungis notast við háloftaathugun á hádegi, og í ljósi þess að 5-6 klukkustundir liðu frá því sú athugun var gerð og þar til vindur náði hámarki má búast við að skilyrði fyrir myndun vind- strengsins hafi um tíma verið betri en háloftaathugunin gefur til kynna. Eins má gera ráð fyrir að vindar og hiti í neðstu lögum lofthjúpsins yfir austanverðum Reykjanesskaga víki dálítið frá því sem mælt er í Keflavík, en það frávik er að líkindum minna en fyrrnefnd þróun í tíma. 40

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.