Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 44

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 44
(ui) H?IUJBA9[S j|jA gœn 5. mynd. Hitabreytingar með hæð i lofti þar sem eðlismassi breytist ekki með hœð, í stöðluðum lofthjúpi (algengt), og tnœld gildi yfir Reykja- nesskaga á hádegi 14. júlí 1990. - Temperature lapse rate in an atmosphere at con- stant density (eðlismassi fasti), in the standard atmo- sphere (algengt) and as ob- served above Keflavík Airport on 14 July 1990 at 1200 UTC. munur kemur ekki á óvart, því Þingvellir eru eina stöðin sem ekki er nálægt sjó og yfirborð sjávar veitir vindi minna viðnám en hrjúft landslag. Að jafnaði er því hvassara við strendur en í innsveitum. A stöðvunum fjórum vekur athygli að suðaustanátt og suðvestanátt eru hvassari en vindur af öðrum áttum. Það kemur heldur ekki á óvart, því hvassviðri fylgja lægðagangi og flestar lægðir koma úr suðvestri með hvössum vindi af suðaustri sem síðan snýst til suðvesturs þegar lægðin heldur áfram för sinni í norðaustur. Ekki er með öllu ljóst hví norðvestanáttin er ekki hvassari en raun ber vitni, en hugsanlegt er að það tengist afmyndun lægðanna þegar þær fara norður um Grænlandssund. Verður það væntanlega kannað innan tíðar. Vindurinn á Þingvöllum, sem sýndur er á 4. mynd, er harla ólíkur meðaltali stöðvanna fjögurra. Tvennt vekur sérstaka athygli. Annars vegar er suð- austanáttin síst hvassari en aðrar vindáttir og raunar er vindur af suðaustri á Þingvöllum hægari en meðalvindur af öllum áttum. Munar þar töluverðu á Þingvöllum og stöðvunum fjórum suðvestanlands, og kemur það heim og saman við reikni- tilraunina (3. mynd). Hins vegar er norðanátt á Þingvöllum hvassari en á hinum stöðvunum fjórum. ■ HITAFALL MEÐ HÆÐ OG STAÐBUNDNIR VINDSTRENGIR Hafa nú vaknað allmargar spurningar sem ósvarað er. Hvernig stendur á vindstrengn- um undirEsjunni og hinni hvössu norðanátt á Þingvöllum? Hvernig má skýra skjólið sem myndast á víð og dreif um reiknisvæðið á 3. mynd, m.a. á Þingvöllum? Til að gera sér grein fyrir þessu er nauðsynlegt að líta (il lagskiptingar neðsta hluta veðrahvolfsins og þess hvernig eðlismassi loftsins breytist með hæð. 42

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.