Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 51

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 51
HELGI HALLGRÍMSSON Tildurmosi Hylocomium splendens Hvaða mosategund er tíðust á íslandi? Jqfhvel mosafrœðingi gœti vafist tunga um tönn við að svara þeirri spumingu. Þeir sem búa á suðvesturhomi landsins myndu trúlega svara því til að það væri gamburmosi (Racomitrium lanuginosum) en íbúar á Norður- og Austurlandi myndu líklega fremur nefiia tildurmosa (Hylocomium splendens) ef þeir þekktu þá nafn hans, sem varla eru miklar líkur til, því hann hlaut ekki það nafn fyrr en árið 1985. Fljótsdalshéraði er vart hægt að drepa niður fæti án þess að hitta þennan skrúðvaxna inosa, sem vefur sig um völl og hlíð. Hann mýkir og mildar hina hrjúfu ásýnd landsins og er alltaf jafn grænn og líflegur, vetur sem sumar. Þó hafa ýmsir horn í síðu hans, ekki síst bændur og skógræktarmenn, sem telja hann til lítilla nytja. Sauðfjárbeit og troðningur búfjár hefur víða haldið honum í skefjum í margar aldir, en þegar gripum Helgi Hallgrímsson (f. 1935) er líffræðingur að mennt, nam við háskólana í Göttingen og Hamborg en lauk ekki prófi. Helgi var forstöðumaður Náttúrugripasafnsins á Akureyri í aldarfjórðung og ritstjóri Týlis - tímarits um náttúrufræði og náttúruvernd - í 15 ár. Hann hefur mest fengist við rannsóknir á íslenskum sveppum og vatnalífi og ritað bækur um þau efni auk fjölda tímaritsgreina. Helgi er nú búsettur á Egilsstöðum og fæst við ritstörf og grúsk. fækkar og land er beitarfriðað nær hann sér verulega á strik og gerist stundum nokkuð frakkur. ■ NAFNGIFTIR Lítið er vitað um eldri heiti á þessari algengu mosategund en líklegt er að „Stóri engja- mosinn“ í Grasnytjum Björns Halldórssonar (1786) sé þessi tegund. Oddur Hjaltalín (1830) virðist nota nafnið „gamburmosi“ um hana og vísar til fræðinafnsins Hypnum proliferum, sem er eldra nafn á henni, en hefur það þó um fleiri tegundir, m.a. um fjaðurmosa (Fissidens), eins og ýmsir fyrri höfundar. Líklegt er að nöfnin engjamosi og gamburmosi hafi almennt verið notuð um algengar mosategundir sem tíndar voru og notaðar til ýmissa hluta. Sjálfur hef ég nefnt þessa mosategund „vefjumosa" og „stiga- mosa“ og líklega hefur hún borið fleiri nöfn, þó að þau hafi ekki komist á bækur (sjá nafnaskrár í bókinni íslensk plöntunöfn 1978). Bergþór Jóhannsson (1985) tók upp nafnið „tildurmosi" fyrir ættkvíslina Hylo- comium. Hann ritar: „Tildurmosi: Hylo- comium. -tildri. 2. teg. Af nafnorðinu tildur, „klifur, príl“. Stönglarnir eru sveigðir. Mosinn vex þannig að hver árssproti vex upp úr baki þess næsta á undan. Mosinn prílar þannig alltaf upp á við. Dæmi: Skógatildri (H. splendens).“ Náttúrufræðingurinn 68 (1), bls. 49-53, 1998. 49

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.