Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 60

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 60
Rjúpnahæð Hveravellir Vegna þess hve breyti- leg samsætuhlutföllin eru í náttúrulegu vatni er hægt að nota þessi hlut- föll sem nokkurskonar merkimiða á vatnið til að rekja uppruna þess og rennslisleiðir, frá því það fellur á landið sem úrkoma og þar til það kemur fram í borholum eða uppsprett- um. Þetta gildir alltaf um tvívetni, en ekki fyrir súrefni-18 ef úrkomuvatn- ið hefur sigið djúpt í jörðu og hitnað upp fyrir u.þ.b. 80°C. Súrefni er algeng- asta frumefnið í öllu bergi. Nái vatnið svona háum hita verða marktækar breytingar á upprunalegu súrefnissamsætuinnihaldi þess vegna skipta súrefnis milli vatns og bergs. Þess skal getið hér að öll efna- hvörf, eins og skipti súr- efnis milli vatns og bergs, verða því hraðari sem hiti er hærri. Urkomulínan Innihald tvívetnis og súr- 1. mynd. Styrkur tvívetnis í mánaðarlegum sýnum af úrkomufrá efnis-18 í úrkomu á Rjúpnahœð við Reykjavík, Hveravöllum á Kili og Vegatungu í Vegatunga Biskupstungum (frá Braga Árnasyni 1976). úrkoma „léttist“ eftir því sem nær dregur heimskautunum og meðalárshiti lækkar (hitahrif); (2) „léttist" frá ströndum og inn til lands. Þannig er úrkoma t.d. mun þyngri í Reykjavík en úrkoma sem fellur inni í landi (innlandshrif); (3) „léttist" með hæð. Regnvatn sem fellur á láglendi inniheldur meira afþungu sam- sætunum D og l80 en úrkoma sem fellur á hálendi (hæðarhrif); (4) er breytileg eftir árstíðum þannig að sumarúrkoma er þyngri en vetrarúrkoma á sama stað (hitahrif). hverjum stað er mjög breytilegt, eins og 1. ---------------- mynd sýnir. Nokkurrar sveiflu gætir yfirleitt eftir árstíðum, en lang- mest áhrif hefur þó uppruni loftrakans sem úrkoman fellur úr, hitastig þess sjávar sem hann myndaðist úr og þau ferli sem stjórna þéttingu rakans frá upprunastað að úrkomu- stað. Rakt loft er léttara í sér en þurrt og hefur því tilhneigingu til að stíga, en það kólnar um leið, enda lækkar hitastig í lofthj úpi jarðar að jafnaði með hæð. Við kólnunina þéttist rakinn að hluta og myndar ský, vatnsdropa eða ískristalla. Sá raki sem þéttist og getur fallið sem úrkoma er ríkari af tvívetni og súrefni-18 en sá raki sem eftir verður í loftinu. 58

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.