Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 61

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 61
2. mynd. Breytingar á styrk súrefnis-18 (,sO) í loftraka og úrkomu sem myndast við að rakinn þéttist í þrepum um leið og loftið berst inn yfir land. Byggt á Siegen- thaler (1979). Þannig ræðst samsætuinnihald úrkomunnar af upphaflegu gildi tvívetnis og súrefnis-18 í loftrakanum og þéttingarferli hans. A 2. mynd er sýnt hvernig styrkur súrefnis-18 í loftraka og úrkomu breytist eftir því sem rakinn þéttist stig af stigi og myndar úrkomu. Myndin sýnir að uppruna- lega er svonefnt delta-gildi fyrir súrefni-18 (8180) í Ioftrakanum -13%o (þetta gildi ræðst af uppgufunarhitastigi). Loftrakinn er sem sagt 1,3% „léttari“ en sjórinn hvað varðar súrefni-18. Fyrsta úrkoman sem fellur úr skýjum sem myndast við þessa uppgufun hefur 8-gildi jafnt og -3%o. Við það verður gufan sem eftir er enn „léttari“ (-15%o) og þar af leiðir að þegar næst rignir úr skýjunum verður sú úrkoma „léttari" en sú fyrsta, eða -5%o. Við það „léttist“ afgangsgufan í skýjunum enn og svo koll af kolli. Það er hvorki mögulegt að segja til um innihald tvívetnis og súrefnis-18 í úrkomu á einstökum svæðum né um sambandið milli þessara samsætna. Astæðan er flókið ferli þéttingar sem stafar að hluta til af innlands- og hæðarhrifum en að hluta af breytilegum upprunastöðum loftrakans. Til þess að afla vitneskju um innihald tvívetnis og súrefnis- 18 í úrkomu á hverjum stað er nauðsynlegt að mæla úrkomusýni. Það er þó mjög tímafrekt og kostnaðarsamt. Því er yfirleitt byggt á söfnun sýna úr staðbundnum lækjum og uppsprettum og gengið út frá því að vatnið í þeim svari til staðbundinnar meðalársúrkomu. Með því að safna slíkum sýnum af tilteknu landsvæði má fá vitneskju um innihald tvívetnis og súrefnis-18 í meðal- ársúrkomu á hverjum stað. Mælingar sýna að styrkur tvívetnis og 3. mynd. Samband milli tvívetnis og súrefnis-18 í úrkomu á íslandi (frá Árnýju E. Sveinbjörns- dóttur o.fl. 1995). í kössunum eru sýndar jöfiiur fyrir línurnar tvœr á myndinni. R táknar fylgnistuðul. s18o%. 59

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.