Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 71

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 71
Skýrsla um Hið íslenska NÁTTÚRUFRÆÐIFÉLAG FYRIRÁRIÐ 1996 FREYSTEINN SIGURÐSSON Samkvæmt lögum Hins íslenska náttúrufrœðifélags skal formaður félagsins birta skýrslu um starf- semi þess í Náttúrufrœðingnum. ■ FÉLAGAR Félagar og áskrifendur að Náttúrufræðingn- um voru 1.523 í árslok 199(A)g hafði fækkað um 52 á árinu. Er þetta bakslag í félagafjölda frá tveimur síðustu árum. Heiðursfélagar voru 10 og kjörfélagar 6 og var fjöldi hvorra tveggju óbreyttur. Ævifélagar voru 14 og hafði fækkað um 1 á árinu. Almennir félagar innanlands voru 1.139 og hafði fækkað um 61 á árinu. Alls létust 8 félagar á árinu, 43 sögðu sig úr félaginu, en 66 voru strikaðir út af félagaskrá vegna vanskila. Á árinu gengu 65 nýir félagar í HÍN, þar af 23 svokallaðir skóla- eða ungmennafélagar. Skólafélagar voru 124 og hafði fjölgað um 9 á árinu. Félagar og stofnanir erlendis voru 69. ■ STJÓRN OG STARFSMENN Á aðalfundi HÍN, 17. febrúar 1996, baðst Ingólfur Einarsson, gjaldkeri félagsins, Freysteinn Sigurðsson (f. 1941) lauk Diplomprófi í jarðfræði frá Háskólanum í Kiel í Þýskalandi árið 1974. Freysteinn hefur starfað hjá Orkustofnun æ síðan, einkum við grunnvatnsrannsóknir, neyslu- vatnsrannsóknir og jarðfræðikortlagningu. Hann hefur verið formaður Hins íslenska náttúrufræði- félags frá 1990. undan endurkjöri en hann hafði þá gegnt því embætti frá árinu 1968. Á árunum 1906- 1941 og 1946-1996 (samtals 85 ár) voru aðeins fjórir menn gjaldkerar HÍN og Ingólfur þó lengst, eða 28 ár. Eru slíkur áhugi og elja ómetanleg félaginu. í hans stað var kjörinn Kristinn Albertsson, jarð- fræðingur. Aðrir fráfarandi stjórnarmenn voru endurkjörnir. Stjórn félagsins 1996 var skipuð sem hér segir: Formaður Freysteinn Sigurðsson, varaformaður Hreggviður Norðdahl, ritari Þóra Elín Guðjónsdóttir, gjaldkeri Kristinn Albertsson, meðstjórn- andi Sigurður S. Snorrason. Varamenn í stjórn voru Helgi Guðmundsson og Hilmar J. Malmquist. Endurskoðendur voru Tómas Einarsson og Kristinn Einarsson, sem var kjörinn í stað Sveins Ólafssonar en hann baðst undan endurkjöri eftir langt starf. Varaendurskoðandi var Arnór Þ. Sigfússon. Fulltrúi HIN í Dýraverndarráði var Sigurður H. Richter, en hann baðst í febrúar undan frekari setu eftir langt starf og var í hans stað tilnefndur Páll Hersteinsson, dýrafræðingur og prófessor. Fulltrúar HÍN á opinberum þingum og samkomum voru sem hér segir: Skipulagsþing (01.11.1996): Frey- steinn Sigurðsson; aðalfundur Land- verndar (02.11.1996); Þorleifur Einarsson; hálendisráðstefna FÍ (02.11.1996); Frey- steinn Sigurðsson; umhverfisþing (08.- 09.11.1996); Freysteinn Sigurðsson. Framkvæmdastjóri HÍN var Guttormur Sigbjarnarson og útbreiðslustjóri Erling Ólafsson. Framkvæmdastjóri sá um dag- legan rekslur félagsins, ýmisleg erindi á þess vegunt, undirbúning stjórnarfunda, Náttúrufræðingurinn 68 (1), bls. 69-76, 1998. 69

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.