Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1984, Qupperneq 8

Náttúrufræðingurinn - 1984, Qupperneq 8
féll fyrir rúmum 100 árum, líklega í jarðskjálftunum 1784, og skalf þá og nötraði bærinn á Núpsstað, er öll þessi ódæmi hrundu úr berginu. Skriðan er ákaflega stór, margir hólar af grjóti og urð og stóreflis björgum allavega tildr- að saman, innst í skriðuhólunum eru tvær djúpar tjarnir og í þeim silungar, 150 fengust þar í fyrra; Eyjólfur bóndi á Núpsstað flutti þangað silunga og hefir þeim ntjög fljótt fjölgað, enda eru lífs- skilyrðin góð, fylgsni góð í holunt milli bjarganna, jurtagróður töluverður af vatnsplöntum, skordýr og vatna- krabbar." Þorvaldur greinir frá á svipaðan veg í ferðabók sinni (Þorvaldur Thor- oddsen 1914) en telur þar, að hrunið hafi „líklega um 1790“ og minnist ekki á jarðskjálfta í því sambandi. Fleiri ferðalangar á öldinni sem leið minnast á framhlaupið en geta ekki frekar um tildrög þess. En hvenær féll skriða þessi? Sveinn Pálsson segir, að það hafi gerst í júlí- mánuði, eftir að Eggert og Bjarni voru þar á ferð árið 1756, en áður en Sveinn kom þar 1793. Ebenezer Henderson segir, að hrunið hafi átt sér stað 1789 og hafi jarðskjálfti komið því af stað. Jón Sigurðsson (1859) getur þess að skriðan hafi fallið í „elstu manna minnum“. Þegar manntal var tekið í Kálfafellssókn 1. október 1855 voru aðeins tvær manneskjur yfir sjötugt og báðar á Núpsstað. Þar var Eyjólfur Hannesson, 81 árs og blindur og kona hans Björg Stefánsdóttir, 76 ára. Björg er fædd í Kálfafellssókn í Austur-Skaftafellssýslu og kemur því vart til greina sem heimildarmaður klerks. Eyjólfur er fæddur 1775 á Núpsstað og er eini maðurinn í sókninni, sem getur hafa verið heim- ildarmaður séra Jóns. Eyjólfur hefur verið 14 ára ef skriðan hefur fallið árið 1789 og vafalítið hefur hann munað svo sérstæðan atburð. Eyjólfur dó árið 1859. Þorvaldur Thoroddsen virðist ann- aðhvort ekki hafa séð eða ekki tekið mark á frásögn Hendersons, en að líkindum hefur hann fengið upplýsing- ar um tilurð framhlaupsins frá Núps- staðarbændum og ber þeim nokkuð saman við Henderson. Hinsvegar tel ég líklegt, að Þorvaldur hafi sjálfur getið sér til um ártalið 1784 enda fellur hann frá því í seinni skrifum sínum, en jarðskjálftinn 1784 var mjög harður. Henderson ferðaðist um Vestur- Skaftafellssýslu um 27 árum eftir að skriðan féll og ég held að vitnisburður hans sé það traustur að taka verði trúanlegan og vafalítið hefur hann sína vitneskju frá heimamönnum. Ólafur Jónsson hefur einmitt tekið eftir, að hrunið getur vart hafa átt sér stað í skjálftunum 1784 eins og Þorvaldur taldi, því þeir byrjuðu ekki fyrr en í ágúst það ár en Sveinn Pálsson tekur fram, að atburður þessi hafi gerst í júlímánuði. Jarðskjálftar urðu einnig sumarið 1789 og munu hafa átt upptök á Heng- ilssvæðinu (Sveinbjörn Björnsson 1975). Skjálftarnir 1789 hófust 10. júní og voru tíðir og nokkuð stórir fyrstu vikuna og þeirra varð síðan vart fram eftir sumri (Þorvaldur Thoroddsen 1899-1905). Þessir skjálftar voru ekki harðir og ollu aðeins skaða í næstu sveitum við upptökin og raunar er vafasamt, að þeir hafi fundist austur í Fljótshverfi. Framhlaup af svipaðri stærð og þarna veldur vafalítið eitt sér jarð- skjálfta í næsta nágrenni, svo sem varð 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.