Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 14
1. mynd. Vatnabjallan Oreodytes sanmarki frá Sólheimajökli. - Oreodytes sanmarki
from Sólheimajökull glacier, south Iceland.
skoðuð, án þess að nýju tegundarinnar
yrði vart. Veður var óhagstætt, kalt og
skýjað. Skordýr voru því minna á ferli
en þegar pollurinn var athugaður árið
áður, en þá var sólskin og hiti. Auk
þess hafði jökullinn skriðið fram um 2
m 1981 og valdið leirburði í tjörnina.
Ekki varð séð, að tjörnin væri neitt
frábrugðin öðrum tjörnum á svæðinu,
sem höfðu svipaða tegundasamsetn-
ingu skordýra. Þrátt fyrir að talsvert
væri leitað, fannst þessi nýja vatna-
bjalla ekki víðar.
Jökulröndin liggur norðan tjarnar-
innar, en austan megin við hana er
skriða. Bakkarnir eru vel grónir
blautum svarðmosaþúfum (Sphagn-
um) og mólendisgróðri. í tjörninni
vaxa brúðutegundir (Callitriche) og
hnotsörvi (Zannichellia palustris L.).
Kúlulaga þörungar flutu með bökkun-
um. Ekki var hægt að greina frárennsli
úr tjörninni fyrir utan það vatn, sem
síast í gegnum svarðmosaþúfurnar yfir
í nokkra minni polla sunnan við
tjörnina. Aðrennsli var heldur ekki
sýnilegt og vatnið í tjörninni að mestu
tært.
ÚTBREIÐSLA OG KJÖRLENDI
Oreodytes sanmarki (1. mynd) er
útbreidd um alla Evrasíu, frá Bret-
landseyjum til Japans, frá norðan-
verðri Skandinavíu og Síberíu suður til
8