Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 19
Sveinn P. Jakobsson:
Islenskar bergtegundir II
Ólivínþóleiít
INNGANGUR
I fyrstu greininni um íslenskar berg-
tegundir (Sveinn P. Jakobsson 1983) var
fjallað um pikrít, upphafslegustu berg-
tegund þóleiísku bergraðarinnar. Nú
er röðin komin að ólivínþóleiíti, sem
er náskylt pikríti, en langtum al-
gengara. Ólivínþóleiít er meðal þeirra
bergtegunda sem nefndar hafa verið
einu nafni basalt (blágrýti), aðrar ba-
salt-tegundir eru þóleiít, „millibasalt“
(hálf-alkalískt basalt) og alkalíóli-
vínbasalt. Önnur nöfn hafa að vísu
verið notuð um afbrigði basalts, svo
sem grágrýti og kvarsþóleiít, en þau
eru óþörf og í sumum tilvikum vill-
andi. Verður nánar að því vikið síðar.
LÝSING
Ólivínþóleiít er gráleit bergtegund,
nokkuð breytileg að lit, en oftast grá-
dökkgrá. Við ummyndun dökknar
bergið og verður brúngrátt eða brún-
svart. Það er einkenni á ólivínþóleiíti,
að það er mjög blöðrótt, en blöðrurn-
ar eru yfirleitt smáar. Ólivínþóleiít er
fín- til millikorna, þannig að einstakir
kristallar bergsins eru greinanlegir
með berum augum. Þó er þetta breyti-
legt og hefur áhrif á lit bergsins. Því
smærri sem kornin eru, þeim mun
dekkra er bergið. Ólivínþóleiít er
þunnfljótandi við rennsli, og virðist
allajafna storkna í helluhraun, en þau
eru byggð upp af þunnum (oft 0,2-2
m á þykkt), óreglulegum hraunlögum,
líkt og sjá má á veggjum Almannagjár
við Þingvöll.
Þráinsskjaldarhraun á Reykjanes-
skaga, skal hér tekið sem dæmi um
ólivínþóleiít-bergmyndun, en það er
norðantil á skaganum og nær óslitið
frá Vatnsleysuvík að Vogastapa (Jón
Jónsson 1978). Þráinsskjöldur er
dyngjuhraun (hraunskjöldur) og hefur
runnið frá stórum gíg sem er norð-
austan undir Fagradalsfjalli, sjá 1.
mynd. Hraunið, sem er dæmigert
helluhraun, er um 130 km2 og er þann-
ig eitt stærsta hraunið á Reykjanes-
skaga. Sé gert ráð fyrir að meðalþykkt
sé 40 m, þá er rúmmál þess 5,2 km3.
Þótt hraunið sé þannig mjög mikið, þá
benda athuganir til þess að það sé allt
mjög svipað að samsetningu. Víða er
gott að ná sýni úr hrauninu í gjám og
sprungum og einnig á nokkrum stöð-
um meðfram Reykjanesbraut.
Tafla I sýnir efnasamsetningu
hraunsins (Sveinn P. Jakobsson o.fl.
1978). Efnagreiningin var gerð á sýni
sem tekið var úr gjábarmi suðvestur af
Vatnsleysu. Hér vekur athygli hátt
hlutfall MgO (þ. e. prósentuhlutfall),
Náttúrufræöingurinn 53 (1 — 2), bls. 13—18, 1984
13