Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 22

Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 22
á magni ólivíndíla, sé það meir en u. þ. b. 12—15% þá er nær örugglega um pikrít að ræða. Nafnið ólivínþóleiít höfðar til þess, að hér er um að ræða ólivínríkt þóleiít, og er fyrst notað hér á landi í núver- andi merkingu af Carmichael (1964). Nafnið þóleiít er nú á tímum notað um basalt sem inniheldur pyroxen-tegund- irnar ágít og pígeonít, en lítið eða ekk- ert ólivín, en um þóleiít verður fjallað í næstu grein. ÚTBREIÐSLA OG UPPRUNI Ólivínþóleiít, og þóleiít, eru lang- algengustu bergtegundir landsins. Þól- eiískt berg er að finna í miðgosbeltinu sem liggur um Reykjanesskagann, Langjökuls- og Hofsjökulssvæðin, um norðvesturhluta Vatnajökuls og þaðan norður í sjó, sjá 3. mynd. Allt basalt sem hefur myndast á þessum svæðum á nútíma og á jökultíma er annaðhvort ólivínþóleiít eða þóleiít (Sveinn P. Jakobsson 1972). í hliðargosbeltunum er hinsvegar alkalískt berg. Einnig er talið, að allt basalt í jarðmyndunum sem eru eldri en u. þ. b. 2 milljónir ára, sé annaðhvort ólivínþóleiít eða þóleiít. A nútíma er heildarframleiðsla gos- bergs hér á landi um 420—480 km3. Nálægt 70% af þessu gosbergi er þólei- ískt basalt. Lauslega áætlað er um 190 km3 ólivínþóleiít, eða 60% af öllu þól- eiísku basalti, en það er 40% þess bergs sem gosið hefur á nútíma. Þegar litið er til landsins alls, er ólivínþóleiít sennilega um 30% af því gosbergi sem er að finna í yfirborðslögum landsins, en þóleiít um 50%. I gosbeitunum og við þau eru það einkum stóru hraundyngjurnar sem eru af ólivínþóleiítgerð. Auk Þráins- skjaldar, (1. mynd) má í Reykja- nes-LangjökuIsbeltinu benda á Sel- vogsheiði, Borgarhóla á Mosfells- heiði, Reykjavíkurgrágrýtið, Lyng- dalsheiði, Skjaldbreið, Skálpanes og Kjalhraun. í norðurgosbeltinu eru Trölladyngja, Vaðalda, Kollóttadyng- ja, Grjótháls, Þeistareykjabunga og ýmsar fleiri dyngjur. Þessar dyngjur eru flestar taldar hafa myndast í einu gosi, hver fyrir sig. Þarna er oft um mikið magn gosefna að ræða; þannig er talið að við gosið í Skjaldbreið hafi myndast um 17 km3 hrauns (Guð- mundur Kjartansson 1967). Eins og gefur að skilja, hefur mikið verið fjallað um uppruna ólivínþólei- íts. Tilraunir sýna, að auk pikríts og skyldra bergtegunda, þá geti ólivínþól- eiít einnig myndast við hlutbráðnun á möttulberginu peridótít. Nokkuð greinir menn á um á hvaða dýpi þetta gerist, en oftast er talað um 10-60 km undir yfirborði jarðar. Hvað varðar uppruna ólivínþóleiíts á fslandi, telja margir líklegt, að það myndist beint við hlutbráðnun á möttulefni á tiltölulega litlu dýpi undir miðgosbeltinu, (sjá t. d., O’Nions og Karl Grönvold 1973, og Níels Óskars- son o. fl. 1982). Einnig hafa verið leiddar líkur að því að það hafi þróast úr pikríti í kvikuhólfum í jarðskorp- unni, einkum við hlutkristöllun (Sveinn P. Jakobsson o. fl. 1978). HEIMILDIR Carmichael, I. S. E. 1964. The petrology of Thingmúli, a Tertiary volcano in eastern Iceland. — J. Petrol. 5: 435- 460. 16
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.