Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 22
á magni ólivíndíla, sé það meir en
u. þ. b. 12—15% þá er nær örugglega
um pikrít að ræða.
Nafnið ólivínþóleiít höfðar til þess,
að hér er um að ræða ólivínríkt þóleiít,
og er fyrst notað hér á landi í núver-
andi merkingu af Carmichael (1964).
Nafnið þóleiít er nú á tímum notað um
basalt sem inniheldur pyroxen-tegund-
irnar ágít og pígeonít, en lítið eða ekk-
ert ólivín, en um þóleiít verður fjallað
í næstu grein.
ÚTBREIÐSLA OG UPPRUNI
Ólivínþóleiít, og þóleiít, eru lang-
algengustu bergtegundir landsins. Þól-
eiískt berg er að finna í miðgosbeltinu
sem liggur um Reykjanesskagann,
Langjökuls- og Hofsjökulssvæðin, um
norðvesturhluta Vatnajökuls og þaðan
norður í sjó, sjá 3. mynd. Allt basalt
sem hefur myndast á þessum svæðum
á nútíma og á jökultíma er annaðhvort
ólivínþóleiít eða þóleiít (Sveinn P.
Jakobsson 1972). í hliðargosbeltunum
er hinsvegar alkalískt berg. Einnig er
talið, að allt basalt í jarðmyndunum
sem eru eldri en u. þ. b. 2 milljónir ára,
sé annaðhvort ólivínþóleiít eða þóleiít.
A nútíma er heildarframleiðsla gos-
bergs hér á landi um 420—480 km3.
Nálægt 70% af þessu gosbergi er þólei-
ískt basalt. Lauslega áætlað er um 190
km3 ólivínþóleiít, eða 60% af öllu þól-
eiísku basalti, en það er 40% þess
bergs sem gosið hefur á nútíma. Þegar
litið er til landsins alls, er ólivínþóleiít
sennilega um 30% af því gosbergi sem
er að finna í yfirborðslögum landsins,
en þóleiít um 50%.
I gosbeitunum og við þau eru það
einkum stóru hraundyngjurnar sem
eru af ólivínþóleiítgerð. Auk Þráins-
skjaldar, (1. mynd) má í Reykja-
nes-LangjökuIsbeltinu benda á Sel-
vogsheiði, Borgarhóla á Mosfells-
heiði, Reykjavíkurgrágrýtið, Lyng-
dalsheiði, Skjaldbreið, Skálpanes og
Kjalhraun. í norðurgosbeltinu eru
Trölladyngja, Vaðalda, Kollóttadyng-
ja, Grjótháls, Þeistareykjabunga og
ýmsar fleiri dyngjur. Þessar dyngjur
eru flestar taldar hafa myndast í einu
gosi, hver fyrir sig. Þarna er oft um
mikið magn gosefna að ræða; þannig
er talið að við gosið í Skjaldbreið hafi
myndast um 17 km3 hrauns (Guð-
mundur Kjartansson 1967).
Eins og gefur að skilja, hefur mikið
verið fjallað um uppruna ólivínþólei-
íts. Tilraunir sýna, að auk pikríts og
skyldra bergtegunda, þá geti ólivínþól-
eiít einnig myndast við hlutbráðnun á
möttulberginu peridótít. Nokkuð
greinir menn á um á hvaða dýpi þetta
gerist, en oftast er talað um 10-60 km
undir yfirborði jarðar.
Hvað varðar uppruna ólivínþóleiíts
á fslandi, telja margir líklegt, að það
myndist beint við hlutbráðnun á
möttulefni á tiltölulega litlu dýpi undir
miðgosbeltinu, (sjá t. d., O’Nions og
Karl Grönvold 1973, og Níels Óskars-
son o. fl. 1982). Einnig hafa verið
leiddar líkur að því að það hafi þróast
úr pikríti í kvikuhólfum í jarðskorp-
unni, einkum við hlutkristöllun
(Sveinn P. Jakobsson o. fl. 1978).
HEIMILDIR
Carmichael, I. S. E. 1964. The petrology
of Thingmúli, a Tertiary volcano in
eastern Iceland. — J. Petrol. 5: 435-
460.
16