Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 25

Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 25
Ingibjörg Svala Jónsdóttir: Áhrif beitar á gróður Auðkúluheiðar INNGANGUR Hin umfangsmikla gróður- og jarð- vegseyðing í landinu frá upphafi land- náms er staðreynd sem allir viður- kenna nú og flestir eru því sammála, að ekki sé hægt að skýra orsakir henn- ar eingöngu með virkni náttúruaflanna og versnandi veðurfari. Þessu til stað- festingar er einkum öskutímatal Sig- urðar Þórarinssonar og sú jarðvegs- og gróðureyðing sem við horfum upp á enn í dag. Jarðvegsþykknunin, sem er mælikvarði á hraða uppblástursins, hefur verið einna örust á Miðhá- lendinu (Sigurður Þórarinsson 1961). Gamlar sagnir, skógarleifar og ekki síst frjógreiningar í íslenskum mýrum (Þorleifur Einarsson 1962) staðfesta að gróðurfar landsins hafi einnig breyst gífurlega á þessu tímabili. Kunnast er hvarf birkiskógarins og aukning gras- og mólendis, en minna er vitað um gróðurfarsbreytingar ofan skógarmarka. Gróður hálendisins hef- ur lengst af verið nýttur til sauðfjár- beitar, og þar sem aðrar nytjar hafa ekki verið umtalsverðar, verður að telja beitina meginorsök gróðurfars- breytinga þar. Ein leið til að gera sér grein fyrir upprunalegu gróðurfari hálendisins er að skoða staði sem alla tíð hafa verið friðaðir fyrir búfjárbeit. Gróðurfari nokkurra hólma í vötnum á Auðkúluheiði hefur verið lýst út frá þessu sjónarhorni, þar á meðal hólm- anum í Lómatjörnum (Hörður Krist- insson og Helgi Hallgrímsson 1977, Hörður Kristinsson 1979). Gróður þessara hólma er mjög frábrugðinn að tegundasamsetningu og áberandi gróskumeiri en gróður aðliggjandi beitilanda. Sumarið 1979 gerði ég gróðurmæl- ingar á sniðum í hólmanum í Lóma- tjörnum og til samanburðar á samsvar- andi sniðum í beitilandinu umhverfis tjarnirnar. Tilgangurinn með þessum mælingum var að bera saman gróður á beittu og óbeittu landi við mismunandi skilyrði, og reyna þannig að varpa ljósi á náttúrulegt gróðurfar heiðarinnar, þ. e. áður en búfjárbeitar fór að gæta verulega. Hér á eftir ætla ég að gera grein fyrir helstu niðurstöðum. Nánari greinargerð er að finna í námsritgerð minni, sem ég skrifaði við Líffræðiskor Háskóla íslands (Ingibjörg Svala Jóns- dóttir 1981). STAÐHÆTTIR Auðkúluheiði liggur á hásléttu sem gengur norður frá Langjökli og Kili og lækkar síðan aflíðandi tii norðurs. Náttúrufrædingurinn 53 (1-2), bls. 19-40, 1984 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.