Náttúrufræðingurinn - 1984, Qupperneq 25
Ingibjörg Svala Jónsdóttir:
Áhrif beitar á gróður
Auðkúluheiðar
INNGANGUR
Hin umfangsmikla gróður- og jarð-
vegseyðing í landinu frá upphafi land-
náms er staðreynd sem allir viður-
kenna nú og flestir eru því sammála,
að ekki sé hægt að skýra orsakir henn-
ar eingöngu með virkni náttúruaflanna
og versnandi veðurfari. Þessu til stað-
festingar er einkum öskutímatal Sig-
urðar Þórarinssonar og sú jarðvegs- og
gróðureyðing sem við horfum upp á
enn í dag. Jarðvegsþykknunin, sem er
mælikvarði á hraða uppblástursins,
hefur verið einna örust á Miðhá-
lendinu (Sigurður Þórarinsson 1961).
Gamlar sagnir, skógarleifar og ekki
síst frjógreiningar í íslenskum mýrum
(Þorleifur Einarsson 1962) staðfesta
að gróðurfar landsins hafi einnig
breyst gífurlega á þessu tímabili.
Kunnast er hvarf birkiskógarins og
aukning gras- og mólendis, en minna
er vitað um gróðurfarsbreytingar ofan
skógarmarka. Gróður hálendisins hef-
ur lengst af verið nýttur til sauðfjár-
beitar, og þar sem aðrar nytjar hafa
ekki verið umtalsverðar, verður að
telja beitina meginorsök gróðurfars-
breytinga þar. Ein leið til að gera
sér grein fyrir upprunalegu gróðurfari
hálendisins er að skoða staði sem alla
tíð hafa verið friðaðir fyrir búfjárbeit.
Gróðurfari nokkurra hólma í vötnum
á Auðkúluheiði hefur verið lýst út frá
þessu sjónarhorni, þar á meðal hólm-
anum í Lómatjörnum (Hörður Krist-
insson og Helgi Hallgrímsson 1977,
Hörður Kristinsson 1979). Gróður
þessara hólma er mjög frábrugðinn
að tegundasamsetningu og áberandi
gróskumeiri en gróður aðliggjandi
beitilanda.
Sumarið 1979 gerði ég gróðurmæl-
ingar á sniðum í hólmanum í Lóma-
tjörnum og til samanburðar á samsvar-
andi sniðum í beitilandinu umhverfis
tjarnirnar. Tilgangurinn með þessum
mælingum var að bera saman gróður á
beittu og óbeittu landi við mismunandi
skilyrði, og reyna þannig að varpa ljósi
á náttúrulegt gróðurfar heiðarinnar,
þ. e. áður en búfjárbeitar fór að gæta
verulega. Hér á eftir ætla ég að gera
grein fyrir helstu niðurstöðum. Nánari
greinargerð er að finna í námsritgerð
minni, sem ég skrifaði við Líffræðiskor
Háskóla íslands (Ingibjörg Svala Jóns-
dóttir 1981).
STAÐHÆTTIR
Auðkúluheiði liggur á hásléttu sem
gengur norður frá Langjökli og Kili og
lækkar síðan aflíðandi tii norðurs.
Náttúrufrædingurinn 53 (1-2), bls. 19-40, 1984
19