Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 30
4. mynd. Þekjurit, snið II. - Percentage cover diagram, transect II.
6 og 7). Við val þessara 24 tegunda
var tekið mið af eftirfarandi:
(i) Tegundir með mikla þekju
(marga odda).
(ii) Tegundir sem aðeins komu fyrir
á afmörkuðum beltum innan
sniða.
(iii) Tegundir sem eingöngu fundust
í hólmanum eða eingöngu á sam-
anburðarsniðunum.
Á bökkum hólmans, einkum vestan
megin þar sem snjór liggur lengi, er
gróður gróskumikill og einkennist af
50-60 cm háu gulvíðikjarri (Salix
phylicifolia) (3., 4. og 5. mynd). Innan
um gulvíðinn vex mikið af blóm-
plöntum s. s. blágresi (Geranium syl-
vaticum), túnfíflum (Taraxacum spp.),
brennisóley (Ranunculus acris),
maríustakki (Alchemilla vulgaris), og í
minna mæli eru undafíflar (Hieracium
spp.), klukkublóm (Pyrola minor),
lokasjóðsbróðir (Bartsia alpina) og
túnsúra (Rumex acetosa). Af grasteg-
undum ber mest á bugðupunti (Desc-
hampsia flexuosa) og ilmreyr (Anthox-
anthum odoratum) og einnig er nokk-
uð af stinnastör (Carex bigelowii). \
gróðursverðinum er mikið af sinu og
mosa. Flestar mosategundirnar eru
jarðlægar (pleurocarp) og eru þessar
helstar: Rhytidiadelphus squarrosus,
Brachythecium salebrosum og Drepan-
ocladus uncinatus. Sams konar gróður
og hér hefur verið lýst er að finna á
lágu nesi sem gengur austur úr norður-
enda hólmans.
Þessi gróður nær nokkuð upp eftir
hólmanum vestanverðum, en síðan
tekur við gróður lágvaxnari tegunda
24