Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 37
færri tegundir með mikla þekju (>5%
í einhverjum reiti) (tafla II). Eins og
fram kemur í töflu III er það marktækt
að þekja smárunna, runna og mosa
(einkum jarðlægra tegunda) er meiri í
brekkum hólmans, en þekja einkím-
blöðunga annarra en grasa er meiri í
beittu brekkunum. Sina ýmissa teg-
unda hefur meiri þekju í hólmanum.
Ekki reynist vera munur á þekju tví-
kímblaða jurta, en ef litið er aftur á 8.
mynd, sést að aðrar tegundir af þess-
um hópi er að finna í hólmanum en í
beitilandinu. í hólmanum eru þetta
yfirleitt hávaxnar stór- og breiðblaða
tegundir eins og t. d. blágresi, brenni-
sóley, túnfíflar og maríustakkar, en í
beitilandinu lágvaxnar og smáblaða
tegundir eins og ljónslappi, grámulla
og fjallasmári. í beitilandinu er aðeins
eitt gróðurlag, svarðlagið, með aðeins
85.5% meðalþekju (12. mynd (a) ). í
hólmanum er hins vegar 100% meðal-
þekja í svarðlagi, 76% í miðlagi og
40.5% í yfirlagi.
Brún. Runnabeltin, sem víða
kemba brekkubrúnir, eru nokkuð lík
gróðurfarslega, að því undanskildu, að
eini vantar alveg í beitilandið (9.
mynd). Ef 12. mynd (b) er skoðuð,
sést að mun meiri þekja er í yfirlagi en
í miðlagi á brún hólmans. Skýringin á
þessu er sú, að einir er það þéttur að
fátt þrífst í skugga hans, en hins vegar
það hávaxinn, að ekki þótti réttlætan-
legt annað en að skrá hann í yfirlag.
Toppur. Á hábungum eru vaxtar-
skilyrðin óhagstæðust. Þar er lítið
skjól og snjó skefur af á vetrum. Það
vekur strax athygli, að þar sem hæst
ber á hólnranum er samfelld mosa-
þemba, en á sambærilegum stöðum
umhverfis eru yfirleitt berir melar.
Þegar mosaþemba hólmans er borin
saman við bersvæði beitilandsins
(toppur A), kemur sem vænta má
Tafla II. Heildarfjöldi tegunda í mismunandi landslagsgerðum og í tveimur misrnun-
andi þekjuflokkum. — Total number of species on different topographical zones and two
different cover groups.
Heildarfj. >1% þekja >5% þekja
total >7% cover >5% cover
Vesturbrekka
óbeitt / ungrazed 48 42 (87.7%) 23 (49.6%)
beitt / grazed 72 53 (73.6%) 16 (22.2%)
Brún
óbeitt / ungrazed 21 15 (71.4%) 8 (38.0%)
beitt / grazed 21 18 (85.7%) 9 (42.8%)
Toppur A
óbeitt / ungrazed 35 26 (74.3%) 10 (28.6%)
beitt / grazed 34 19 (55.9%) 4 (11.8%)
Toppur B
óbeitt / ungrazed 30 15 (50.0%) 3 (10.0%)
beitt / grazed 27 12 (44.4%) 0 ( 0.0%)
31