Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 48

Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 48
1. mynd. Helstu „útlitstegundir" vanskap- aðra þorska í íslenskum sjó. A) eðlilega vaxinn fiskur, B) dvergvaxinn krypplingur, C) bækluð stirtla, D) þorskkóngur, E) „hnúfunefur". - Die háufigsten Erschein- ungsformen von Missbildungen beim Ka- beljau in islándischen Gewássern. jafn gamlir. Þessi mikli stærðarmunur gæti bent til þess að vaxtartregðu hafi verið farið að gæta að einhverju leyti árið áður. Svo verður þó vart séð af lengdarmælingum. Mikið er til af lengdarmælingum á þessum sama þorski veturinn 1976/77 af rækjuveiði- svæðunum í Arnarfirði, Djúpi og Húnaflóa. Um haustið (sept./okt.) er meðallengd „0-grúppu“ þyrsklinga á öllum þessum svæðum mjög svipuð, eða í kringum 8 cm. Lengdardreifingin á öllum svæðunum spannar og svipað svið, eða 6—12 cm. Þorskseiði úr einu sýni innst úr Djúpinu (við Reykjanes) skera sig þó aðeins úr með 7 cm meðallengd og eitt 5 cm langt seiði, en þetta eru lægstu gildi sem mæld voru á öllum rækjusvæðunum. Munur þessi er þó það lítill og takmarkaður við lítið svæði að hann er vart marktækur. En látum spurninguna um hvenær þessa dvergvaxtar fór að gæta bíða í bili. Ekki fór fram heildartalning á hlut- falli hinna dvergvöxnu þyrsklinga í öllu Djúpinu veturinn 1977/78. Þeirra gætti mest í Mið-Djúpinu, nokkuð í Inn-Djúpi, en annars staðar minna eða jafnvel ekkert. í septemberlok haustið 1977 reyndist meðalhlutur „krypplinganna“ í 1976 árganginum 20% í þeim 10 togum, sem tekin voru í Mið- og Inn-Djúpi. í ljósi þess sem áður kom fram um heilbrigðan hrygg í fiski er talinn var dvergvaxinn (þ. e. afmyndun á ytra útliti var ekki komin á mjög hátt stig) er þessi tala (20%) sennilega heldur há, þar sem heilbrigðum fiskum (t. d. með úttroð- inn maga) kann að hafa verið blandað saman við hina vansköpuðu í einhverj- um mæli. Megnið af þessum þorski, sem var að komast á annað aldursár fékkst þetta haust einmitt í Mið- og Inn-Djúpinu. Sé ráð fyrir því gert að krypplingsvaxtarins hafi eingöngu orð- ið vart á þessum sömu svæðum er hlut- ur fiska, sem taldir voru óeðlilega vaxnir, þó a. m. k. 16% miðað við allt Isafjarðardjúp. A öðru og þriðja aldursári gengur þorskurinn að töluverðu leyti burt úr Djúpinu, eða utar í það, þannig að hans verður ekki mikið vart í rækju- troll. Á næstu vertíð, þ. e. 1978/79, kom ég um haustið í rannsóknaleið- angur í Djúpið. Af þeim fáu þorskum af 1976 árganginum, sem komu í troll- ið, var örfárra krypplinga vart. Ekki finnast nú tölur um hlutfall þeirra, af jafnöldrum í Djúpinu en það mun hafa verið vel innan við 10%. Eins og áður hefur fram komið var hinn aflagaði vöxtur nú orðinn mjög áberandi. Ljóst er að krypplingarnir höfðu 42
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.