Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 52

Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 52
5. mynd. „Þorskkóngur“, vansköpun á haus sem er nokkuð algeng hjá þorski bæði hér við land og annarsstaðar. (Úr myndasafni Hafrannsóknastofnunar). - Rundkopf, eine Kopfmissbildung die ziemlich háufig beim Dorsch vorkommt und im Volksmund der islandischen Fischer „Dorschkönig" genannt wird. möguleika hans, heldur en tíðni sömu örkumla á fóstur- eða ungaaldri. Mis- smíði á haus vil ég greina í tvennt (sjá 1. mynd). Annars vegar er eins konar „andanefjuhaus,“ en slíka þorska nefndu sjómenn þorskkónga (sjá 5. mynd) og þótti víst góður dráttur. Önnur tegund slíkra útlitsgalla á haus er og næsta algeng. Þetta eru eins kon- ar „hnúfunefir" (hef ég ekki heyrt um þá sérstakt nafn) og töldust slíkir fisk- ar ekki til þorskkónga, eftir því sem ég kemst næst. Þá sjást alls konar afbrigðilegir skoltar, stuttir eða langir neðrikjálkar, innan þessara tveggja hópa. Þessi missmíði á haus háir fisk- inum sennilega ekki mikið og stórir og gamlir fiskar sjást iðulega með þessum ágalla. Dvergvöxtur, þar sem mis- smíðin felst í því að fiskurinn vex ekki eðlilega og öll hlutföll í vaxtarlagi því úr lagi gengin, svo menn tala um krypplinga, háir fiskinum örugglega meira en afmyndun á haus. Tíðast mun um hryggjarliðaskemmdir að ræða, þannig að hreyfigeta fisksins er skert, enda sjást gamlir fiskar með slíkan ágalla frekar sjaldan. Kryppluð stirtla sést örsjaldan, nema á ungum fiskum, af augljósum ástæðum. Ekki má heldur gleyma alls konar lýtum og lemstrum á fiski, sem stafa af hnjaski („mekanisk“ örkuml) þar sem veiðar- færi hafa átt í hlut, en slíkir ágallar á fiskum eru ekki til umræðu hér. Nú vakna eðlilega spurningar um hvað orsaki slíkan vanskapnað og hversu algengur hann sé. I leiðangri sem farinn var í mars og aprílmánuði 1983 á rannsóknaskipinu Hafþóri, fór fram lausleg athugun á vansköpun hjá þorski og ýsu. Skoðaðir voru um 5000 fiskar af hvorri tegund, sem veiddir voru á liðlega 170 togstöðvum vítt og breitt um landgrunnið (meðtalinn Rósagarðurinn) innan 600 m dýptar- sviðsins. Niðurstöður urðu þær að sem næst þúsundasti hver þorskur (0,1%) var með einhvern af áðurnefndum út- litságöllum (ótalin hnjasklýti) og tæp- lega fimmhundraðasta hver ýsa (0,2%). Þýskur fiskifræðingur (W. Wunder 1971) hefur komist að sömu niðurstöðu hvað varðar þorsk, en at- hugun hans náði til N-Atlantshafsins í heild. í Hafþórsleiðangrinum voru ekki skoðaðir nógu margir fiskar til þess að hægt væri að dæma um tíðni hinna þriggja megintegunda van- skapnaðar er áður var á minnst. Það sem sett var fram um það atriði hér að framan byggist því aðeins á sjónmati 46
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.