Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 52
5. mynd. „Þorskkóngur“, vansköpun á haus sem er nokkuð algeng hjá þorski bæði hér
við land og annarsstaðar. (Úr myndasafni Hafrannsóknastofnunar). - Rundkopf, eine
Kopfmissbildung die ziemlich háufig beim Dorsch vorkommt und im Volksmund der
islandischen Fischer „Dorschkönig" genannt wird.
möguleika hans, heldur en tíðni sömu
örkumla á fóstur- eða ungaaldri. Mis-
smíði á haus vil ég greina í tvennt (sjá
1. mynd). Annars vegar er eins konar
„andanefjuhaus,“ en slíka þorska
nefndu sjómenn þorskkónga (sjá 5.
mynd) og þótti víst góður dráttur.
Önnur tegund slíkra útlitsgalla á haus
er og næsta algeng. Þetta eru eins kon-
ar „hnúfunefir" (hef ég ekki heyrt um
þá sérstakt nafn) og töldust slíkir fisk-
ar ekki til þorskkónga, eftir því sem ég
kemst næst. Þá sjást alls konar
afbrigðilegir skoltar, stuttir eða langir
neðrikjálkar, innan þessara tveggja
hópa. Þessi missmíði á haus háir fisk-
inum sennilega ekki mikið og stórir og
gamlir fiskar sjást iðulega með þessum
ágalla. Dvergvöxtur, þar sem mis-
smíðin felst í því að fiskurinn vex ekki
eðlilega og öll hlutföll í vaxtarlagi því
úr lagi gengin, svo menn tala um
krypplinga, háir fiskinum örugglega
meira en afmyndun á haus. Tíðast
mun um hryggjarliðaskemmdir að
ræða, þannig að hreyfigeta fisksins er
skert, enda sjást gamlir fiskar með
slíkan ágalla frekar sjaldan. Kryppluð
stirtla sést örsjaldan, nema á ungum
fiskum, af augljósum ástæðum. Ekki
má heldur gleyma alls konar lýtum og
lemstrum á fiski, sem stafa af hnjaski
(„mekanisk“ örkuml) þar sem veiðar-
færi hafa átt í hlut, en slíkir ágallar á
fiskum eru ekki til umræðu hér.
Nú vakna eðlilega spurningar um
hvað orsaki slíkan vanskapnað og
hversu algengur hann sé. I leiðangri
sem farinn var í mars og aprílmánuði
1983 á rannsóknaskipinu Hafþóri, fór
fram lausleg athugun á vansköpun hjá
þorski og ýsu. Skoðaðir voru um 5000
fiskar af hvorri tegund, sem veiddir
voru á liðlega 170 togstöðvum vítt og
breitt um landgrunnið (meðtalinn
Rósagarðurinn) innan 600 m dýptar-
sviðsins. Niðurstöður urðu þær að sem
næst þúsundasti hver þorskur (0,1%)
var með einhvern af áðurnefndum út-
litságöllum (ótalin hnjasklýti) og tæp-
lega fimmhundraðasta hver ýsa
(0,2%). Þýskur fiskifræðingur (W.
Wunder 1971) hefur komist að sömu
niðurstöðu hvað varðar þorsk, en at-
hugun hans náði til N-Atlantshafsins í
heild. í Hafþórsleiðangrinum voru
ekki skoðaðir nógu margir fiskar til
þess að hægt væri að dæma um tíðni
hinna þriggja megintegunda van-
skapnaðar er áður var á minnst. Það
sem sett var fram um það atriði hér að
framan byggist því aðeins á sjónmati
46