Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 75

Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 75
Jón Jónsson: Sandur á sjávarströnd INNGANGUR Fæstir þeir ferðalangar, sem til fs- lands koma, hygg ég muni gefa hinni sendnu strönd suðurlandsins mikinn gaum. Fjöll, heiðar og jöklar heilla þá fremur og hraðinn í nútíma sam- göngum veldur því að töfrar þessara sandflæma birtast ekki þeim er aðeins troðnar slóðir fer. Sá sem gefur sér tíma til að staldra ögn við á skaft- fellsku söndunum á sólheitum, logn- kyrrum sumardegi kemst varla hjá því að hrífast af þeirri sérstæðu, marg- þættu dulúð, sem yfir þeim hvílir. Við slíkar aðstæður birtist undraheimur hillinga, sem jafnvel ekki gefur eftir sjálfu Serengeti. Og ströndin þar sem brimaldan stöðugt brotnar geymir mikla sögu sem aldrei verður skráð. Á SKEIÐARÁRSANDI 1983 Af blöðum, útvarpi og sjónvarpi er öllum landslýð, og raunar mörgum öðrum, kunnugt um þá leit að flaki skipsins Het Wapen van Amsterdam, sem hér strandaði í september 1667, sem gerð hefur verið, og hver endir varð eins þáttar þeirrar leitar. Það var vissulega fleira en eitt sem kom á óvart í sambandi við þessa leit. Hér skal stuttlega gerð grein fyrir einu slíku atriði, sem ekki lætur mikið yfir sér en telst eigi að síður merkilegt. vl Flak skips fannst, eins og kunnugt er, með segulmælingum og út frá þeim var hægt nokkurn veginn að marka stærð og legu þess og eftir því var farið við uppgröftinn. Þann 28. ágúst þegar verið var að grafa skeði það að upp fóru að koma molar úr samanbökuð- um sandi. Flestir þeirra voru smáir og varla náði nema einstaka þeirra hnefa- stærð (1. mynd). Yfirleitt voru þeir flatir og höfðu auðsjáanlega Iegið utan á einhverju föstu, sumir greinilega að járni því önnur hliðin var rauð af járn- útfellingum, sem þó var aðeins ör- þunnt lag. Molarnir virðast vera hluti af lagi úr þétt samanbökuðum sandi, sem legið hefur utan að eða utan á flakinu. Þetta lag virðist vera 2-3 cm þykkt eða nokkru meir. Sandurinn er misgrófur, kornastærð mest 1-4 mm en innanum eru smá steinar 5 — 6 cm í þvermál fastir í þessarj steypu. Það virðist nú mjög líklegt að flak þetta sé togarinn Friedrich Albert, sem þarna strandaði veturinn 1903, eða fyrir réttum 80 árum, en hrakn- ingasaga skipshafnarinnar er hin hörmulegasta og vel kunn. Nú liggur skipið á 12—14 m dýpi undir yfirborði sandsins og er líklegt að það hafi grafist svona djúpt í sambandi við Skeiðarárhlaup eða þá að árósinn hef- ur farið yfir það, nema hvort tveggja Náttúrufræðingurinn 53 (1-2), bls. 69-72, 1984 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.