Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 81
ekki reglulega á hverju ári, að því er
best er vitað. Ber fyrst og fremst að
líta á þessar tegundir sem flækings-
fugla. Þeir munu þó fá ítarlegri um-
fjöllun en flestir aðrir flækingsfuglar
vegna varptilrauna sinna. Snæugla
(Nyctea scandiaca) varp til skamms
tíma hér á landi en ekki hefur fundist
hreiður síðastliðin 25 ár. Hún sést þó
árlega og hegðar sér líkt og flækings-
fugl, og verður því tekin með.
Alls verður um 230 fuglategunda
getið í þessum fyrirhugaða greina-
flokki. Heitið flækingsfuglar verður
notað sem samheiti fyrir allar tegund-
irnar, þar sem ekki er völ á öðru betra.
í samræmi við það, verður undirtitill
greinaflokksins því „Flækingsfuglar á
íslandi".
SÖGULEGT YFIRLIT
Segja má, að skipuleg söfnun upplýs-
inga um flækingsfugla hafi byrjað hér
á landi árið 1937. Það ár kom Finnur
Guðmundsson, fuglafræðingur, heim
frá námi í Þýskalandi, og hóf þegar
víðtækt samstarf við fuglaskoðara í
landinu. Þeir sendu Finni upplýsingar
um flækingsfugla sem þeir höfðu séð,
einnig fugla er höfðu náðst. Sumir
hafa haldið slíkum athugunum til haga
í áratugi. Þá eru ótaldir allir þeir sem
ekki skoða fugla að staðaldri en hafa
snúið sér til Náttúrufræðistofnunar, ef
þeir hafa fundið eða séð torkennilega
fugla.
Fyrstu árin birti Finnur athuganirn-
ar í greinaflokki í Náttúrufræðingnum
undir heitinu „Fuglanýjungar". Fjórar
slíkar greinar komu út, en það voru
nokkurs konar ársskýrslur fyrir árin
1938—1943 (Finnur Guðmundsson
1938, 1940, 1942, 1944). Einhverra
hluta vegna hættu þessar skýrslur að
koma út, og síðan hefur næsta lítið
verið birt um flækingsfugla á íslandi,
miðað við öll þau gögn sem hafa safn-
ast. Upplýsingasöfnun hefur engu að
síður verið haldið áfram fram á þenn-
an dag.
Finnur ól iengi með sér þá hugmynd
að vinna gögnin um flækingsfugla til
birtingar eftir að hann kæmist á eft-
irlaun. Hann lét af störfum hjá Nátt-
úrufræðistofnun í árslok 1977, þá far-
inn að heilsu. Upplýsingaskráin um
flækingsfugla var þá orðin svo mikil að
vöxtum, að Finnur hafði engin tök á
að vinna úr henni. Þetta var líka langt-
um meira verk en flesta, sem þekkja
til þessara mála óraði fyrir.
Nú hefur áðurnefndur vinnuhópur
fuglaáhugamanna tekið höndum sam-
an um að vinna þessi gögn. Flestir,
sem þar koma við sögu, höfðu náin
kynni af Finni og hans starfi. Fyrsti
fundurinn um þetta mál var haldinn 4.
janúar 1980. Vinnuhópurinn hafði
áður komið til undirbúningsfundar 18.
apríl árið áður. Finnur sótti þann
fund, en lést skömmu áður en til hins
fundarins kom.
TILGANGUR
Tilgangur þess að safna gögnum um
flækingsfugla er sá, að öðlast þekkingu
á hvaða tegunda verður vart hér á
landi, hvernig komum þeirra er hátt-
að, hvaðan fuglarnir koma og hversu
tíðir þeir eru. Ýmsar viðbótarupplýs-
ingar má fá út úr gögnunum, en það
fer mjög eftir tegundum.
Það mun álit flestra sem gleggst til
þekkja og áhuga hafa á flækingsfugl-
um, að æskilegt sé að safna öllum til-
tækum gögnum á einn stað. Á þann
hátt fæst mun betra yfirlit um stöðu
einstakra tegunda en ella. Auk þess
verður minni hætta á, að athuganir
„glatist“, þ. e. komist aldrei lengra en
75