Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 84
reyndari. Fuglaskoðarar ættu aldrei að
missa sjónar af vægðarlausri sjálfs-
gagnrýni í þessum efnum, jafnvel þótt
þeir hafi langa reynslu að baki. Það
vill þannig til, að flækingsfuglar koma
helst til landsins á þeim árstíma, þegar
tegundargreining er torveldust, þ. e. á
haustin og vorin. Þá eru fuglar gjarnan
í ungfuglabúningi eða í búningaskipt-
um, þannig að þeir kunna að líta öðru
vísi út en fuglabækur segja til um.
Fuglabækur hafa oft ekki myndir af
fuglum nema í sumarskrúða, sem get-
ur verið gjörólíkur þeim búningi sem
fuglar eru í á öðrum árstíma.
Margs ber að gæta við greiningu á
erfiðum fuglategundum. Einna örðug-
ast hefur fuglaskoðurum reynst að átta
sig á, hvaða tegundir aðrar koma til
greina en sú sem þeir hafa í huga
hverju sinni. Við Islendingar erum dá-
vel settir hvað varðar fuglasöfn og fag-
rit til að styðjast við í ákvörðun á
torgreindum fuglum. Engu að síður
kemur það fyrir, að senda þarf fugla
erlendis til að fá skorið úr um hvaða
tegund þeir tilheyra. Seint verður of
oft brýnt fyrir fuglaskoðurum að fara
að öllu með gát í tegundagreiningum.
í mörgum nágrannalöndunum eru
sérstakar dómnefndir (svokallaðar
„rarities committees" eða „sjælden-
Tafla I. Leiðbeiningar um útfyllingu spjalda fyrir fuglaskrá Náttúrufræðistofnunar.
Töluliðirnir samsvara þeim, sem eru á sýnishorni af spjöldunum á 1. mynd. - Instructi-
ons for the use of standardized record cards, as depicted in Fig. 1.
1. TEGUND: Hér skal skrá heiti tegundar. Tvímælalaust skal skrá: (a) alla flækings-
fugla, hvort sem þeir nást, finnast dauðir eða einungis sjást, (b) sjaldséða íslenska
varpfugla, (c) alla vetrargesti, (d) fargesti og (e) stakar athuganir á algengum
íslenskum varpfuglum, t. d. ef fuglar sjást á óvenjulegum stað eða tíma.
2. UNDIRTEGUND: í aðeins fáum tilfellum er unnt að greina undirtegundir (deili-
tegundir) í náttúrunni, jafnvel þótt fuglarnir náist. Oftast mun því ekki unnt að fylla
út þennan reit.
3. ATHUGANAMAÐUR (finnandi) OG HEIMILISFANG: Skrá skal nafn þess
(nöfn þeirra) sem fann (fundu) fuglinn fyrst, eða þess sem kemur athuguninni á
framfæri.
4. STAÐUR: Staðurinn skal tilgreindur eins nákvæmlega og unnt er. Til sveita er
venjulega hægast að rita nafn bæjar, hrepp og sýslu, en nafn bæjarfélags í þéttbýli.
Ef hvorugt á við, skal nota eitthvert áberandi örnefni, sem finnst á korti. Nánari
staðsetningu innan bæjarfélags eða jarðar (t. d. innan borgarmarka Reykjavíkur) er
hægt að setja innan sviga strax á eftir bæjarheiti. Ennfremur má setja nánari
staðsetningu í dálk 10.
5. REITUR: Verður útfylltur á Náttúrufræðistofnun.
6. SÉÐ EÐA NÁÐ; HVERNIG NÁÐ; HVAÐ GERT VIÐ HANN (þá): Setja skal
NÁÐ eða SÉÐ eftir því hvort fuglinn hafi verið handleikinn eða ekki. í seinni
dálkinn skal skrá hvort fuglinn hafi fundist dauður, verið skotinn, leifar af honum
fundist, o. s. frv. Ef fugli er náð lifandi, skal skrá, hvort honum hafi verið sleppt,
verið merktur, deyddur eða annað sem við á.
7. ATHUGANATÍMABIL; SÖFNUNARDAGUR; SAFNANDI: Ef fugli er safnað
(verið skotinn, fundist dauður), skal skrá dagsetningu fundar í reitinn SÖFNUNAR-
DAGUR, annars í fyrri dálkinn. Sumir fuglar halda sig á sama stað yfir nokkurt
78