Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 85

Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 85
hedsudvalger"), sem skipaðar eru sér- fróðum mönnum. Nefndirnar yfirfara öll gögn sem þeim berast um sjaldséða fugla og reyna að meta gildi þeirra í ljósi fyrirliggjandi upplýsinga. Hér er einkum um að ræða athuganir á fugl- um sem ekki nást. Þessi háttur er hafð- ur á, til þess að draga úr líkum á rangfærslum. Hefur reynslan sýnt, að slíkar nefndir eru nauðsynlegar. Frá árinu 1979 hefur áðurnefndur vinnuhópur gegnt hlutverki dóm- nefndar hér á landi. Athuganir sem standast kröfur og eru taldar réttar, eru birtar í sérstökum ársskýrslum. BIRTING ATHUGANA Vinnuhópurinn stefnir að því að taka saman yfirlit um stöðu hinna ýmsu flækingsfugla á íslandi. Stuðst verður við birtar sem óbirtar heim- ildir. Þessar upplýsingar verða síðan gefnar út sem röð greina í sérstökum greinaflokki, eins og áður er getið. Hver grein mun fjalla um afmarkaðan hóp skyldra tegunda. Fylgt verður flokkunarkerfi því, sem Voous (1973, 1977) tók saman um röðun tegunda eftir skyldleika. Um 10 höfundar munu væntanlega koma við sögu við ritun greinanna, en þær munu verða birtar í þeirri röð sem skyldleikakerfið tímabil. í þannig tilfellum skal rita dagsetningu fyrstu athugunar eins framarlega í fyrri dálkinn og unnt er, síðan bandstrik og dagsetningu síðustu athugunar. Nánari upplýsingar um fjölda fugla og hvaða daga þeir sáust á þessu tímabili eru skráðar á bakhlið spjaldsins (dálk 10). Þetta á aðallega við um algengari tegundir flækings- fugla eða vetrargesti, t. d. glóbrysting, svartþröst, gráþröst og fjöruspóa. Þetta er óháð því, hvort hægt sé að segja að sömu einstaklingar hafi átt í hlut eða ekki, enda oftast ómögulegt að meta slíkt. 8. AÐRIR ATHUGANAMENN: Skrá skal nöfn þeirra sem einnig sáu fuglinn, einkum ef hann hefur ekki náðst. Hér er fyrst og fremst átt við þá, sem þekkja fugla og geta lagt mat á, hvort fuglinn hafi verið rétt greindur. 9. VÖRSLUMÁTI o. fl.: Dálkarnir neðan breiða striksins eru fyrst og fremst ætlaðir til útfyllingar á safninu og ef fuglum hefur verið safnað. Þó má nota suma þeirra, þótt fuglar einungis sjáist, t. d. ef kyn og aldur er greint úti í náttúrunni (sjá þó dálk 10). 10. ÝMSAR ATHUGASEMDIR: Hér skal skrá fjölda fugla, kyn og aldur (ef við á), nákvæmari staðsetningu en unnt er í dálk 4, lýsingu á atvikum s. s. veðri, fjarlægð fugls, tækjum sem notuð eru (kíkir, fjarsjá), hvort athugandi hafi séð slíkan fugl áður, o. s. frv. Ef um er að ræða flækingsfugla sem ekki nást, er mjög mikilvægt, að þeim sé lýst rækilega og að lýsingin sé samin og rituð á staðnum. í þessu sambandi má benda á kaflann um greiningu fugla í Fuglabók AB. Góð teikning, ásamt lýsingunni, er mjög gagnleg, svo og ljósmyndir. 11. HEIMILD AÐ ÚTFYLLINGU: Hér er einkum átt við á hvern hátt upplýsingarnar berast til Náttúrufræðistofnunar, þ. e. bréfleiðis, sem símatilkynning, á fuglamerk- ingaskýrslum o. s. frv. Þó er rétt að benda fuglaathuganamönnum á að vísa í fugla- dagbækur sínar, ef frumheimildirnar er þar að finna. Dálkurinn er fyrst og fremst ætlaður til þess, að finna megi frumheimild viðkomandi athugunar, ef þess gerist þörf. Stundum eru upplýsingar ritaðar beint á spjald, sem þá er frumheimildin. 12. ATHUGASEMDIR VIÐ ÁKVÖRÐUN: Athuganir á sjaldséðum fuglum eru born- ar undir sérstakan vinnuhóp fuglaathuganamanna. Ákveðið er hvort athuganir uppfylli þær kröfur sem gera verður í ljósi þess, hve erfitt er að greina viðkomandi tegund. f þennan reit er skráð, hvort fugl hafi verið samþykktur eða ekki. 13. BIRTING GAGNA: Hér er getið hvar athugun hafi verið birt á prenti. 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.