Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 98

Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 98
eru misjafnar að gæðum, en við það varð ekki ráðið. Leitast var við að sýna myndir af flestum tegundanna, og í sumum tilfell- um var ekki betri kosta völ. Frágangur er allur hinn vandaðasti. (Prentun á sumum myndanna er þó gölluð t. d. bls. 27 og 151). Nokkurs misræmis gætir í uppsetningu ritskráa. Einhverja frekari galla mætti tíunda, en þeir eru þess eðlis, að þeir hverfa í skugga kostanna. í bókinni er tvinnaður saman almennur fróðleikur og ýmsar vísindalegar upplýs- ingar á þann hátt, að skiljanlegt er hverj- um manni. Erling Ólafsson. GRÍMNIR Ritstjóri Þórhallur Vilmundarson Útgefandi: Örnefnastofnun Þjóðminja- safnsins 1980, 1. hefti, 143 bls. 1982, 2. hefti, 144 bls. Sumarið 1983 kom út 2. hefti tímaritsins Grímnis, sem Örnefnastofnun Þjóðminja- safnsins gefur út. Grímnir fjallar um nafn- fræði en Þórhallur Vilmundarson er rit- stjóri. Ritið kemur út óreglulega þegar nægilegt efni liggur fyrir; 1. hefti kom út árið 1980. í inngangi að 1. hefti rekur Þórhallur Vilmundarson tilefni heitis tímaritsins, sem tekið er eftir nafnakvæðinu Grímn- ismálum. Þar segir m. a.: „Hið dularfulla nafnakvæði, Grímnis- mál, og sögnin, sem því er bundin, eru á ýmsan hátt umhugsunarefni þeim, sem vinna að skráningu og þar með björgun íslenzkra örnefna og leggja stund á íslenzkar nafnarannsóknir. Þeir eru einnig milli tveggja elda (eins og Óðinn/Grímnir í kvæðinu.) Annars vegar brennur heitt á þeim eldur eyð- ingarinnar, hættan á glötun hluta hins íslenzka örnefnaforða, ef skráningu hans er ekki sinnt sem skyldi nú á ell- eftu stundu. Hins vegar brennur á þeim þörfin á að skilja nöfnin sem réttustum skilningi . . .“ Aðalritgerð 2. heftis Grímnis nefnist Baldur og Loki, eftir ritstjórann, en í Þist- ilfirði er fjallið Loki og í námunda við það lækurinn Baldur. Eins og að líkum lætur hafa menn talið þetta goðanöfn, en jafn- víst var að Þórhallur fyndi aðrar skýringar: Baldur kann að vera af sama stofni og „baldinn", þ. e. óstýrilátur, og þá í flokki með lækjarheitum eins og Bani, Butraldi, Hrekkur, Hvekkur, Júdas, Kippur, Morð- ingi, Ósómi, Prettur. En Loki gæti heitið svo vegnaþess að fjallið stendur í sjó fram og lokar landleiðinni. Mörg önnur dæmi um skyld nöfn, bæði hérlendis og erlendis, eru tekin til meðferðar, og ber allt að sama brunni. Kannski eina örnefnið kennt Loka, sem ekki er náttúrunafn, sé Loka- tindur í Dyngjufjöllum, sem heitir eftir ferðamanninum W. G. Lock, sem hingað kom árið 1880 og skrifaði bókina Askja, Iceland’s largest volcano. Næst er grein með korti um örnefni landsins, sem fór undir vatn í Stíflu í Fljót- um. Þar segir: „Flestir munu geta verið sammála um, að einhver mestu landspjöll, sem fram til þessa hafa orðið í íslenzkri byggð vegna mannvirkjagerðar, hafi orðið árið 1945, þegar Skeiðsfossvirkjun í Fljótum í Skagafirði var tekin í notk- un . . . Undirritaður (Þ. V.) kom í Stíflu, áður en dalbotninn fór undir vatn, og þóttist þá ekki hafa séð fegurri sveit á íslandi: um iðjagrænan renn- sléttan dalbotninn liðaðist blátær á milli víðivaxinna bakka, en bæirnir stóðu allt í kring undir tignarlegum fjöllum.“ Þarna fóru 10 jarðir undir vatn að ein- hverju eða öllu leyti, og eru skráð 114 örnefni á kortið. Síðan eru ýmis þeirra, þau sem forvitnileg þykja, nánar rædd í greininni, t. d. Járngerðarhóll í landi Gautastaða. Um hann var sú sögn að í honum væri heygð kerling að nafni Járn- gerður með öllu sínu góssi. Hins vegar gæti nafnið allt eins verið dregið af járngerð, og hafi rauðablástur verið stundaður þarna fyrrum. Stutt yfirlit um starfsemi Örnefnastofn- unar 1979-1981 fylgir, en síðan kemur höfuðefni bókarinnar, Safn til íslenskrar 92
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.