Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 99

Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 99
örnefnaskrár, 2. hluti. Þar eru rakin, á 90 bls. og fjölmörg örnefni í stafrófsröð með hugmyndum og vangaveltum Pórhalls Vil- mundarsonar um uppruna þeirra - þar á meðai sumt af því efni sem hann kynnti í fjölsóttum fyrirlestrum í Háskólabíói árið 1966. Þarna er að sjálfsögðu mikill fróð- leikur saman kominn, og enginn frýr höf- undi hugmyndaauðgi eða lærdóms í skýr- ingum. Margar ljósmyndir, lævíslega tekn- ar, svo og kort og teikningar, fylgja ör- nefnaskránni. Tómas Guðmundsson segir í kvæði að „landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt“. Örnefnin eru hluti af landinu og Ijá því líf, ekki síst náttúrunöfnin, og Grímnir á því erindi til margra lesenda Náttúru- fræðingsins. Hann fæst í Örnefnastofnun Þjóðminjasafnsins. Sigurður Steinþórsson GRAS-NYTIAR eða Gagn þat, sem hvörr bunadi maðr getr haft af þeim ósánum villi-jurtum, sem vaxa í land-eign hans handa fáfróðum búendum og griðmönnum á Islandi. Skrifat Árið 1781. Björn Halldórsson Önnur útgáfa með formála og skýring- um, eftir Helga Hallgrímsson Útgefendur: Bókaforlag Odds Björnssonar, Náttúrugripasafnið á Akureyri og Ræktunarfélag Norðurlands. Akureyri 1983, 231 bls. Nú í haust kom út önnur útgáfa af Grasnytjum síra Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal, á 200 ára afmæli fyrstu út- gáfu, og er hún góðu heilli gefin út í tilefni áttatíu ára afmælis Steindórs Steindórs- sonar, sem var 12. ágúst 1982, og tileinkuð honum. Þessi útgáfa er í raun ljósprentun frum- útgáfunnar, sem prentuð var í Kaup- mannahöfn 1783, og átta blaðsíðna formáli er prentaður framan við og skýringar og skrár upp á fimmtíu síður aftan við hinn ljósprentaða texta, hvort tveggja eftir Helga Hallgrímsson, sem séð hefur um út- gáfuna. Grasnytjar eru gagnmerk bók, „sem hik- laust má telja eitt hið merkasta rit sem hingað til hefur verið samið á voru máli um íslenskar plöntur", svo notuð séu orð Stef- áns Stefánssonar í stuttu yfirliti yfir grasa- fræðilegar rannsóknir á íslandi sem hann skrifaði í Skýrslu um Hið íslenska náttúru- fræðifélag árin 1890-1891, en þau orð eru enn í fullu gildi. í inngangi Grasnytja, sem nefnist „Til lesarans", segist höfundur þeirra hafa „tek- ið sérfyrir, að telja upp þœr einar villi-urtir í bœklingi þessum, sem að nytsemi þekktar eru, og hafa íslenskt kenningar nafn“, og á hann þá einkum við þær sem nytsamar eru til inatar og lækninga. Því, eins og hann segir síðar um matjurtirnar: „þó nokkrar af þeim kynnu að metaz einar saman fyrir harðindafœði, og léttmeti þá er þó sá útveg- ur árœðilegri helldr en hussgángs bónbjörg, þokkalegri enn hrossa kjöts át, og sak- lausari enn stulldr". Og um lækningajurt- irnar: „opt má við því meini í tíma giöra umkostnaðar laust, sem síðan verðr ófœrt, þó lceknar se lángt að sóktir, með dýrustu lœkningum". Meginefni Grasnytja er skrá yfir nær 190 tegundir íslenskra plantna og nytsemi þeirra og fyllir hún 231 blaðsíðu. Höfundurinn segist búast við að meir en helmingur íslenskra villijurta sé þó ótalinn og segist „fyrir allra hluta sakir ófœr at gjöra fullkomið urta-safn og registr yfir Is- land, eða Floram Islandicam". Flestar þessar tegundir þekkir höfundur sjálfur en nokkrar segist hann aldrei hafa séð, aðeins lesið um, og sé þeirra helst að vænta á Austfjörðum. Sama er uppi á ten- ingnum varðandi nytsemi plantnanna, meira en helming þekkir hann af eigin reynslu, granna sinna eða annarra nrerkra manna; aðra vitneskju hefur hann „úr ný- ustu urta-bókum lœrðra manna". Tegundunum er raðað í stafrófsröð eftir íslenskunt nöfnum þeirra, en latnesk nöfn 93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.