Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 100

Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 100
eru einnig tilgreind og oftast norsk og dönsk nöfn, og í mörgum tilvikum einnig þýsk nöfn. Við hverja tegund eru svo upp- lýsingar um nytsemi hennar, en mjög mis- ýtarlegar eftir tegundum eða allt frá 3—4 línum upp í 3-4 blaðsíður. Aftur á móti eru litlar sem engar lýsingar á tegundunum sjálfum í skránni, eða aðrar leiðbeiningar til að auðvelda lesanda að þekkja þær, nema hvað sagt er við hvers konar stað- hætti sumar tegundanna vaxi. Bókin hlýtur því að hafa verið nokkuð erfið í notkun fyrir aðra en þá sem þekktu tegundirnar áður. Hvorki íslensku eða latnesku nöfnin eru alltaf þau sömu og nú eru notuð, þannig að á stöku stað er erfitt að átta sig á því hvaða tegund höfundur á við, en oftast er það þó auðvelt fyrir þann sem þekkir eithvað til íslensku flórunnar og nafna á tegundum. í þessari endurútgáfu Grasnytja gerir Helgi Hallgrímsson nokkra grein fyrir til- urð og texta frumútgáfunnar í formála, og í skýringum og skrám reynir hann að varpa nokkru ljósi á tegundanöfnin í bókinni. Hvort tveggja virðist mér hafa tekist prýði- lega og enginn vafi á að nafnaskýringar Helga eru í langflestum tilvikum réttar, að minnsta kosti hvað blómplöntur og byrkn- inga varðar. Ljósprentun frumútgáfunnar er með ágætum, framúrskarandi skýr og góð og frágangur þessarar 2. útgáfu allur hinn vandaðasti og á það ekki síst við um hið fallega og látlausa band sem hún er bundin í. 2. útgáfa Grasnytja Björns Halldórs- sonar er eiguleg bók og athyglisverð, að vísu einkum af sögulegum ástæðum, en einnig vegna þess að upplýsingarnar um nytsemi þeirra tegunda sem þar er fjallað um standa víðast enn fyrir sínu, þó ef til vill sé minni þörf fyrir þær nú en þegar Grasnytjar komu fyrst út fyrir 200 árum. Útgefendur hennar, ásamt Helga Hall- grímssyni sem sá um útgáfuna, eiga þakkir skildar fyrir lofsvert framtak. Eyþór Einarsson PRJÁR BÆKUR UM ELDFJÖLL Eldfjöll eru hluti af daglegu lífi okkar íslendinga. Á undanförnum öldum hafa þau valdið búsifjum í landinu, ausið ösku og vikri yfir ræktuð landsvæði og hraun runnið yfir tún og bæi. Þannig er áhuginn vakinn, hvort sem okkur líkar vel eða illa — og skynsamasta leiðin er sú að reyna að kynnast þessum eldspúandi óróaseggjum, læra að þekkja hegðan þeirra og þannig læra að varast tjón af þeirra völdum sem okkur er framast unnt. Þær þrjár bækur um eldfjöll sem sagt verður frá hér að neðan eru mjög ólíkar en áhugaverðar í meira lagi. Þær eru sniðnar fyrir lesendur sem hafa áhuga á eldvirkni, og ekki ein- ungis fyrir sérfræðinga, þó þeir hafi líka bæði gagn og gaman af lestri þeirra. VOLCANO Eftir ritstjóra Time-Life bókanna Time-Life Books Amsterdam, 1982, 176 bls. Af þessum þremur eldfjallabókum er þessi sú skemmtilegasta aflestrar, að hin- um ólöstuðum. Textinn er skrifaður af hópi manna sem er þaulreyndur við að miðla þekkingu til almennings, — ekki sér- fræðinga. Stór hluti bókarinnar er um sögu eldfjallafræðinnar, líf eldfjallanna og þeirra sem fengust við rannsókn þeirra. Eldfjöllin eru gædd lífi og eru lýsingar á frægum eldgosum svo ljóslifandi að ekki er neinn möguleiki að leggja bókina frá sér í miðjum kafla. Margar ljósmyndir eru í bókinni, sem ásamt framúrskarandi skýr- ingamyndum koma til móts við lipran text- ann, svo að heildarmynd bókarinnar er bæði aðlaðandi og ljós. Ekki skaðar að myndir eru allar í litum. Bókin skiptist í sex kafla og sex ritgerðir „Essays", sem fléttast saman í eina heild. Kaflarnir innihalda meginefni bókarinnar, en ritgerðirnar eru frekari skýringar, sumir að mestu myndir. Kaflarnir eru þessir: 1. The awakening of the dragon, 2. Assemb- ling pieces of the puzzle, 3. The rise of modern volcanology, 4. Shadows over the 94
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.