Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 102

Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 102
töflur yfir öll þekkt eldfjöll og eldgos á jörðinni síðastliðin 10.000 ár. Töflurnar eru síðan af þremur gerðum. Á blaðsíðu 33—108 er „Directory" eða eldfjallaskráin, þar sem 1343 eldfjöllum er raðað eftir löndum. Hér er meginefni bók- arinnar. Á blaðsíðu 111 — 115 er „Chronology of eruptions" þar sem getið er 5564 eldgosa og þeim raðað í aldursröð. Elsta gosið er frá árinu —8300 og nær taflan fram til árs- ins 1980. Þar sem aldursröð er miðuð við fæðingu frelsarans, lækka ártöl niður í núll og verða neikvæð þaðan. Á blaðsíðu 159—214 er „Gazetter“ þar sem 5346 eldfjallanöfnum er raðað í staf- rófsröð. Stundum hefur sama eldstöðin fleiri en eitt nafn og eru þau öll í þessari skrá. Innan á baksíðu er kort af heiminum þar sem sjá má helstu eldfjallasvæði og núm- erakerfi það sem notað er í bókinni, en hvert eldfjall hefur sitt nafnnúmer. Öfugt við þær bækur sem að framan er lýst verður þessi líklega seint lesin spjald- anna á milli. Hún er mjög góð handbók yfir virk eldfjöll á jörðinni og virkni þeirra. Auðvelt er að finna lágmarksupplýsingar um öll þessi eldfjöll og eldgos á skömmum tíma, og þar sem einnig er hægt að fá bókina á tölvutæku formi (á segulbandi) geta áhugasamir vísindamenn endurbætt skrána að vild. Að vísu hafa sum eldfjöll verið virk lengur en 10.000 ár og lengra getur liðið milli gosa en svo að þau komi fram á þeim tíma sem bókin spannar. Ef gera á skrá yfir virk eldfjöll á jörðinni verður að byrja einhvers staðar og ekki fráleitt að miða við lok ísaldar, því þau mörk eru glögg víðast hvar á norðurhjara veraldar. Höfundar gera sér grein fyrir að upplýsingar þær sem þeir hafa eru aðeins brot af heildarmyndinni, eins og berlega kemur fram á fyrstu síðu bókarinnar þar sem er listi yfir fyrri eldfjallaskrár. Árið 1650 var listi Vareniusar 3 blaðsíður og 21 eldgos í 27 eldfjöllum en síðan hefur þekk- ingin aukist jafnt og þétt. Upplýsingar um ísland eru á bls. 103— 106. þar er getið 68 eldstöðva og 181 eld- goss á tímabilinu —7050 (Krafla) fram til 1980 (Krafla aftur). Giskað hefur verið á að hérlendis verði eldgos fjórða hvert ár. Því ættu að hafa orðið um 2500 eldgos á landinu frá lokum ísaldar. Mikill hluti þeirra gosefna sem upp hafa komið á þessu tímabili er grafinn undir yngri myndunum og öskulög koma ekki frá nándar nærri öllum eldgosum. Við náum því aldrei að rekja öll eldgos sl. 10.000 ár, en auðvelt ætti að vera að margfalda þekkingu okkar á eldvirkninni eins og hún birtist í þessari bók. Vafalaust verður tala þekktra elds- töðva og eldgosa á íslandi orðin hærri í næstu útgáfu þessarar bókar. Bókin er mjög gagnleg, þótt auðvelt sé að finna á henni galla. Hún sýnir okkur einnig hve mikið verk við eigum eftir í könnun lands- ins og kynningu vísinda okkar á alþjóða- vettvangi. Helgi Torfason. 96
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.