Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 5
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
16S
Hingað til lands komu tveir rannsóknarleiðangrar, annar sviss-
neskur, sem gerði veðurathuganir á Snæfellsjökli, hinn hollenzkur,
sem gerði háloftaathuganir með flugvél í Reykjavík. Auk þess
voru gerðar segulmælingar í Reykjavík og sá Þorkell Þorkellsson,
veðurstofustjóri, um þær, en tækin voru fengin að láni í Dan-
mörku.
ALÞJÓÐLEGA JARÐEÐLISFRÆÐIÁRIÐ 1957-1958.
Undirbúningur.
Enn urðu stórstígar framfarir í flestum vísindagreinum eftir
Annað Pólarárið, og þó sérstaklega á tímum síðari heimsstyrjaldar-
innar og síðar. Nýjar vísindagreinar komu til sögunnar, svo sem
kjarnorkuvísindi, radíóstjörnufræði, ratsjárrannsóknir og rann-
sóknir á efsta hluta gufuhvolfsins með eldflaugum. Eldri greinar
jarðeðlisfræðinnar höfðu þróast örar en nokkru sinni fyrr. Einnig
hafði orðið mikil þróun í ferðatækni, svo að hægt var að fara til
og dvelja á næstum hvaða stað jarðarinnar, sem vera skal.
í ljósi allra þessara nýjunga var stungið upp á því árið 1950, að
haldið yrði hið þriðja Pólarár 25 árum eftir Annað Pólarárið. í
þetta sinn var það Bandaríkjamaður L. V. Berkner, sem bar
fram uppástunguna, en Þjóðverjar höfðu verið upphafsmenn að
fyrri Pólarárum.
Uppástunga þessi fékk mjög góðar viðtökur hjá hinum ýmsu
alþjóðasamtökum á sviði jarðeðlisfræði og skyldra náttúruvísinda.
Eftirtalin alþjóðleg samtök unnu síðan að undirbúningi þessa
Pólarárs, eða Jarðeðlisfræðiárs, eins og það hefur síðar verið nefnt:
International Council of Scientific Unions.
International Astronomical Union.
International Union of Geodesy and Geophysics.
International Union for Scientific Radio.
International Geographical Union.
International Union of Pure and Applied Physics.
World Meteorological Organization.
Hér eru notuð ensk nöfn þessara samtaka, þar sem góð íslenzk
nöfn eru eigi til yfir þau öll.
Árið 1952 höfðu vísindamenn frá ýmsum löndum komið sér sam-