Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 14

Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 14
172 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Björn Jóhannesson: Jarðvegs- og gróðurkort Viðfangsefni okkar, sem sinnum jarðvegsrannsóknum, eru að öðrum þræði rannsóknir á efna- og eðliseiginleikum jarðvegsins og hvar og hvernig hann kemur fyrir í náttúrunni. í þessu skyni er unnið að jarðvegs- og gi'óðurkortagerð. Að hinu leytinu fjalla rann- sóknir okkar um áburðarþörf jarðvegsins og aðferðir til að ákvarða hana, eða m. ö. o. um atriði, er varða næringu jurta og fóðurgildi þeirra. Grein þessi fjallar um fyrra atriðið, þ. e. lýsingu á jarðvegi og gróðri og kortagerð. Náttururannsóknir eru menningarleg skylda og grundvöllur hagsœldar. Sex ára drenghnokki, mikil kjötæta en þeim mun tregari til fisk- áts, spurði föður sinn, eftir að hafa hlýtt á fréttir útvarpsins af aflabrögðum Grindavíkurbáta, þessarar spurningar: „Því er alltaf verið að veiða þennan andskotans fisk?“ Og þessi spurning var harla eðlileg frá sjónarmiði drenghnokkans. Ef til vill finnst sumum ámóta eðlilegt að varpa fram þeirri spurningu, hvers vegna alltaf sé verið að bjástra við hverskyns lýsingar og skoðanir á náttúrunni: lýsingar á landslaginu, grjótinu, á ótölulegum fjölda jurta og kvik- inda, smárra og stórra; lýsingar á bakteríum, sveppum, vírusum, og mætti þannig lengi telja. Það er reynt að rannsaka, hvernig hin dauða náttúra varð til, á hvern hátt hún hefur mótazt og umbreyzt, og hvernig hið margbrotna líf í kring um okkur hefur ofan af fyrir sér og endurnýjast. Hver er tilgangurinn með öllu þessu rannsókna- vafstri? Er nokkur skynsamleg ástæða til að mæla, hvað flóin getur stokkið langt? Og skiptir það nokkru máli, hvernig jurtir þær, sem vaxa nú á íslandi, bárust til landsins? Ég býst raunar við því, að óvæginn kappræðumaður gæti komið mörgum rannsóknarmannin- um í nokkurn vanda að svara hvatskeytislegum spurningum í þess-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.