Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
173
um dúr. Sannleikurinn er sá, að oft er ókleift að benda á einhvern
hagnýtan tilgang með tilteknum rannsóknum á dauðu eða lifandi
efni og hegðun þess. Driffjöður fjölmargra rannsókna er einfaldlega
forvitni rannsóknarmannsins, fýsn hans í leit að skýringum fyrir-
bæra, söfnun staðreynda; í stuttu máli: öflun þekkingar vegna þekk-
ingarinnar einnar saman. Slíkir leitarmenn og forvitnisseggir hafa
þó fremur öðrum lagt grundvöll að menningu og tækni nútímans.
Það mun oft ókleift að segja fyrir um það, hvort og þá hvenær ný
þekking, ný staðreynd, getur haft hagnýta þýðingu, beint eða óbeint.
Ef til vill fyrr en varir, ef til vill aldrei. En jafnvel þó að tilteknar
rannsóknir hafi ekkert sannanlegt hagnýtt sjónarmið, þá hefur sú
aukna þekking, er þar af leiðir oftast menningarlegt gildi, ef til vill
á við fallegt málverk eða vitneskjuna um það, hvernig sú lilið
tunglsins, sem frá jörðinni snýr, lítur út.
Ég býst við, að flestir geti orðið á eitt sáttir um það, að almennar
rannsóknir á náttúru hvers lands, dauðri og lifandi, sé fyrst og
fremst menningarleg skylda þeirrar þjóðar, er landið byggir. En
auk þess er þekking á landinu og náttúru þess nauðsynleg forsenda
fyrir skynsamlegri hagnýtingu hvers konar náttúruauðlinda. Hún
er nauðsynleg til að skýra fyrirbæri og ráða bót á misfellum. Til
þess að lækna sjúkdóm er þekking á orsökum hans og eðli í flestum
tilfellum nauðsynleg. Við getum ekki búið vel í okkar landi án víð-
tækrar almennrar þekkingar á náttúru þess. Ef við ekki sinnum
rannsóknum á þessu sviði með líkum hætti og aðrar menningar-
þjóðir, er óhjákvæmilegt að draga þar af þá ályktun, að okkur bresti
þekkingu til að sinna slíkum störfum, hæfni eða vilja. Fátækt þjóð-
arinnar verður ekki lengur borið við, eða notuð sem afsökun fyrir
aðgerðarleysi í þessum efnum, og nægir í því sambandi að benda
á lúxusbíla og hallir höfuðborgarinnar.
Landlýsing með aðstoð korta.
Við skulum nú hverfa frá almennum hugleiðingum um menn-
ingarlega og hagnýta þýðingu náttúruskoðunar og náttúrurann-
sókna, en snúa okkur að yfirborðslagi landsins, jarðveginum. Sem
kunnugt er, er þetta yfirborðslag vagga gróðursins, sem er undir-
staða alls landbúnaðar. Jarðvegurinn er því harla mikilvæg auð-
lind, og af þeirri ástæðu einni þýðingarmikið að kunna skil á eðli
hans og hvar og hvernig hann kemur fyrir í landinu. Og þá er