Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1959, Qupperneq 23

Náttúrufræðingurinn - 1959, Qupperneq 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 181 undum þeirra. En það er á valdi rannsóknarmannsins, hve nákvæm- lega hann flokkar gróðurhverfi, hvernig hann skilgreinir hvert og eitt þeirra. Mér vitanlega hafa aðeins tveir grasafræðingar tekið fyrir það mikilvæga viðfangsefni að lýsa gróðurhverfum hér á landi, þeir Mölholm-Hansen og Steindór Steindórsson. Fór ég þess á leit við Steindór strax og gróðurkortagerð kom á döfina, en það var veturinn 1953-54, að hann gerðist leiðbeinandi okkar um flokk- un og skilgreiningu gróðurhverfa, og varð hann þegar við þeirri málaleitun. Steindór liefur svo verið þátttakandi í þeim tveim gróðurkortaleiðöngrum, sem þegar hafa verið farnir og haft veg og vanda af þeirri flokkun gróðurhverfa, sem við höfum notað. Rannsóknir á þessu sviði, á þeim margvíslegu þáttum, sem ráða því, hvaða jurtir vaxa í hverju tilteknu umhverfi, eru ekki aðeins nauðsynlegar til skilnings á gróðursögu landsins, heldur einnig undirstaðan að mati á beitargildi þess og beitarþoli. Hér koma því ekki eingöngu til greina áhrif staðhátta, þ. e. landslags, jarðvegs og veðráttu, heldur einnig áhrif sauðkindarinnar eða meðferð lands- ins. Slíkar rannsóknir eru að vísu flóknar viðfangs og stórum tor- veldari en söfnun upplýsinga um það, hvaða jurtategundir vaxa hér, þ. e. greining plantna samkvæmt flóru. En viðfangsefni á sviði náttúrufræði, og raunar á hvaða sviði sem er, spyrja sjaldnast að því, hvað sé torvelt og hvað auðvelt, en krefjast úrlausnar óháð slíkum sjónarmiðum. Og svo er um lýsingu íslenzkra gróðurhverfa. Væri óskandi, að grasafræðingar okkar sýndu þessum viðfangsefn- um meiri áhuga en verið hefur til þessa, og því fremur ber að meta og þakka starf þeirra tveggja grasafræðinga, sem ég hefi hér minnzt á. Þau gróðurkort, sem við gerum eru eins og öll önnur kort aðeins mynd af ástandi en ekki „ökólógísk stúdía“. Hins vegar munu þau nokkurs virði í sambandi við ökólógískar (kjarfræðilegar) rann- sóknir. Sú flokkun gróðurhverfa, sem við höfum notað við gróðurkorta- gerðina veitir stórum ítarlegri upplýsingar um gróðurfar viðkom- andi afrétta en áður var fyrir hendi. Þó varð þessi flokkun að vera tiltölulega einföld í sniðum af ástæðum, sem nú skal greina: 1) Það verður að ákvarða gróðurhverfin með sjónhendingu eða skoðun einni saman. Ef greiningin ætti að grundvallast á einhvers konar mælingum, yrði verkið alltof seinunnið og gæti engan veginn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.