Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 25

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 183 Biskupstungnaafrétt, sem liggur milli Hvítár og Jökulfalls að aust- an og Langjökuls að vestan, og gerðum kort af þessu svæði frá Haukadalsheiði og norður undir Kjalfell. Er þetta miklu víðáttu- meira svæði en Gnúpverjaafréttur, en mestur hluti þess er að vísu gróðurlaus auðn. Nýlega kom út gróðurkort af Gnúpverjaafarétti ásamt 30 bls. pésa, þar sem einstökum gróðurhverfum er stuttlega lýst. Einnig er í pésanum jarðfræðileg lýsing af afréttarsvæðinu eftir Guðmund Kjartansson, en hann er þar gagnkunnugur. Varðandi niðurstöður rannsóknanna á Gnúpverjaafrétti mætti nefna eftirfarandi: Stærð hins kortlagða svæðis er um 280 km2 eða 28 000 ha. Af því reyndist um helmingur vera gróðurlendi. Þetta gróðurlendi flokkuðum við niður í 24 gróðurhverfi. Af gróðurlend- inu eru tæp 39% mosaþemba, þ. e. land, þar sem grámosi er einráður eða algjörlega ríkjandi, en sumsstaðar gætir þó nokkuð annarra jurta, einkum stinnastarar, krækilyngs og víðis. Tæp 30% af gróðurlend- inu eru þurrlendisgróðurhverfi, einkum runnaheiði, þar sem víðir eða krækilyng eru ráðandi, svo og grasheiði, þar sem þursaskegg og stinnstör eru mest áberandi. Mjög lítið er af vallendi á afrétt- inum, þ. e. land með heilgrösum sem ríkjandi gróðri. Rúm 30% gróðurlendisins eru mýragróðurhverfi, og er stinnstör mest áber- andi af starartegundum, en hengistör er einnig algeng. Mjög lítið er um flóa, því að lítið er um hallalaust land. Á nokkrum stöðum ofarlega á afréttinum eru svokallaðar rústir, en það eru risastórar þúfur, allt að 2 m á hæð og allt upp í 20 m í þvermál. Rústirnar myndast í flóum eða hallalitlum mýrum, og klaki fer ekki úr þeim yfir sumarið, en hverfur hins vegar úr mýr- inni umhverfis þær. Þegar klakakjarni rústarinnar hefur eyðst, hjaðnar hún, svo að tjörn verður þar sem rústin var áður. Rústirn- ar liafa smám saman eyðst á hlýviðrisskeiði því, sem gengur nú yfir ísland, og eru tjarnirnar, sem þær skilja eftir greinileg vegsum- merki þess. Rústir á Gnúpverjaafrétti eru nú um eða ofan við 550 m hæðarlínu. Þessar athuganir geta gefið tilefni til ýmiskonar hugleiðinga, t. d. í sambandi við breytingu gróðurfars með hæð yfir sjó, áhrif áfoks o. fl. atriði. Ég skal þó ekki sleppa mér út í slíkar hugleiðingar, enda yrðu þær í getgátustíl. Rannsóknir okkar miðuðust við það að gera kortið, og gafst ekki tími til annarra athugana.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.