Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 29
NÁTTÖRUFRÆÐINGURINN
187
Tvær sviflær búa sig til flugs af fingurgótnum. Örin sýnir vindáttina. Efri
sviflóin tekur sig upp aftur á bak. Blærinn feykir svifþráðunum á ská upp í
loftið. Þegar golan togar nógu fast í þræðina sleppa dýrin sér og svífa skáhallt
í loft upp. Þráður neðra dýrsins slitnar rétt þar við sem hann er fastur við
fingurgóminn. (Naturens Verden“ 1938).
einu eins og hellidemba a£ blaðlúsum yfir þorpið. Fólk, sem var á
gangi úti í góðviðrinu, sá skyndilega klæði sín þakin blaðlúsum.
„Flugurnar" settust líka á limgerði og garðjurtir, svo þétt, að gróð-
urinn varð dökkur á að líta. Laukabeðin voru morandi af þessum
kvikindum heila viku á eftir.“ Þessi skordýrahjörð hefur verið að
flytja búferlum og varð hennar vart á stóru svæði. Reykvíkingar
hafa stundum séð Iðnskólann og fleiri byggingar við Tjömina
verða nær alþaktar mýflugum allskyndilega á vorin. En skýfall
blaðlúsa mun óþekkt fyrirbæri hér á landi. Blaðlýs fara oft í hóp-
ferðir sumar og haust í hlýjum löndum og hafa t. d. komizt yfir
Ermasund. Skordýr hafa líka borizt yfir Norðursjóinn til Bret-
lands frá meginlandinu. Vindar hafa stundum borið kartöflubjöll-
una illræmdu á sæ út og hefur hana síðan rekið hrönnum saman á
fjörur Niðurlanda og víðar. Svipuð dæmi eru kunn víða um heim.
Árið 1924 sá norðurfarinn Elton aragrúa lifandi furublaðlúsa í
flekkjum ofan á snjónum á Svalbarða (Spitsbergen). Er þangað
meira en þúsund kílómetra leið frá Kolaskaganum, sem er næsta
hugsanlega „blaðlúsaheimkynnið". Telur Elton blaðlýsnar hafa
verið um sólarhring á leiðinni. Parry skýrir frá svipuðum atburði
í heimsskautaferð sinni árið 1827. Hér á landi flækjast jafnvel hin-