Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 32

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 32
190 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Coad, sem stundaði skordýraveiðar frá flugvél yfir skordýraauð- ugum héruðum í Bandaríkjunum, komst að þeirri niðurstöðu, að um 25 milljónir skordýra væri að jafnaði í einnar fermílu loft- súlu í 16—4600 m. hæð (12 millj. í janúar, 36 millj. í maí). Áhrif veðurfarsins (svo sem hiti, raki, loftþrýstingur, vindar) á skordýralífið eru auðvitað afarmikil og hafa nokkuð verið rann- sökuð. Virðast áhrif hitans hvað mikilvægust. Skordýralífið eykst með vaxandi hita, a. m. k. að vissu marki. Vaxandi raki getur dregið úr skordýramergðinni í loftinu. En áhrif hita og raka eru á ýmsan hátt samtvinnuð og flókin. Ef loftið t. d. kólnaði og dögg fall varð, bárust margar svifköngurlær til jarðar, því að svifþræð- irnir drógust þá saman. Mest er að jafnaði um skordýr í loftinu í hlýju og fremur þurru veðri. — Þegar skordýrin eru komin á loft á annað borð, geta loftstraumar borið þau svo þúsundum metra skiptir í loft upp. En hægur vindur á jörðu niðri virðist oft hindra smá skordýr í því að leggja af stað í flugferð. Ekki er loftslagið eitt allsráðandi. Sum skordýr fljúga aðeins á vissum tíma sólar- hringsins og á vissum árstíma. Mikið er og komið undir gróðri og landslagi. — Hin rúmlega 30 þúsund skordýr, sem veidd voru í lofti yfir Louisiana töldust til 216 ætta og 824 ættkvísla. Svo fjöl- breytt er skordýralífið ekki hér á norðurslóðum. — Oft er spurt um, hvort skordýrin lifi af þessar loftferðir. Lang- flest skordýr, sem veiðzt hafa í lofti uppi, hafa reynzt vera bráð- lifandi og það jafnvel þótt þau næðust í mikilli hæð. Virðist fjöldi skordýra þola loftferðirnar prýðilega. Allmörg, einkum hin „mjúk- húðuðu“, drepast þó sennilega af því að frjósa og þiðna á víxl. Sumir álíta, að staðvindar hátt í lofti flytji urmul skordýra langar leiðir. En fleiri munu þó þeirrar skoðunar, að skordýrin berist aðal- lega með loftstraumum fremur lágt yfir jörðu. Enda er þar miklu meira af skordýrum en í mikilli hæð. Eflaust ferst aragrúi skor- dýra í löngum loftferðum, berst út á haf, inn á eyðimerkur, há- fjöll, jökla o. s. frv. Tiltölulega fá komast langleiðis lifandi á staði þar sem lífskjör eru við þeirra hæfi. Þó berast lifandi skordýr stundum milli fjarlægra landa, eins og nefnd hafa verið dæmi um. Nú berast þau líka oft langt með flugvélum. í Englandi ber lítið á blaðlúsum á veturna, en frá því í apríl og fram í nóvember eru þær mjög á ferli. Er talað um þrjár „göngur" fljúgandi blaðlúsakynslóða aðallega þar í landi. Fyrsta gangan, sem er

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.