Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
193
SÁLARFRÆÐI <----» FÉ LAG S FR £Ð I «->LANDAFRÆÐI
verður, í mótsetningu við það, sem er óraunhæft, ideal. Náttúru-
saga (natural history) er gamalt heiti og var notað sem samheiti
yfir grasafræði, dýrafræði og steinafræði, meðan þessar fræðigrein-
ar voru enn skammt á veg kornnar. Bezt er að láta þetta heiti
falla niður. Náttúruvísindi (natural science) er notað um eðlis-
fræði, efnafræði, steinafræði, jarðfræði, stjörnufræði og allar grein-
ar líffræðinnar. Á sama hátt má nota orðið náttúrufræði, sé það
haft í fleirtölu. Tengsl þessarra höfuðgreina náttúrufræðanna og
skyldra greina eru sýnd á uppdrættinum hér að ofan. Ef frá eru
taldar á mynd þessari greinarnar: stærðfræði, sálarfræði, félagsfræði
og landafræði, þá eru eftir hreinar náttúrufræðigreinar.
En hvað þá um greinar eins og læknisfræði, verkfræði, búfræði
o. s. frv. Tilheyra þær ekki líka náttúrufræðunum eða náttúru-
vísindunum? Jú, að vissu leyti, en með greinilegri sérstöðu þó.
Nefnilega þeirri, að þær eru hagnýt náttúruvísindi. Takmark þeirra
er að hagnýta þekkinguna, láta hana koma að gagni. Er rétt að