Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 43

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 201 DANMÖRK í SLAND ST % ST. % MÓÐU R MÁL 36 20.5 32 18.4 ERLEND MÁL 1 0 5.8 2 1 12.1 SAGA+LANDAFR. 1 8 10.5 22 12.6 STÆRÐFRÆÐI 24 14.0 25 14.4 NÁTTÚRUFRÆÐI 1 5 8.7 1 3 7.5 ANNAÐ 69 40.1 6 1 35.0 STUNDIR ALLS 1 72 100.0 1 74 100.0 TAFLA VI. Almennt gagnfrceðanám. 2 bekkir af barnaskóla og 3 bekkir af miðskóla, 4. bekk miðskólans sleppt. í fyrsta lagi er náttúrufræðikennslan hjá Þjóðverjum og Dönum að miklu leyti verkleg, hjá oss íslendingum að mjög litlu leyti, nema í stærðfræðideildum menntaskólanna. í öðru lagi hafa hinir erlendu náttúrufræðikennarar, sem og aðrir kennarar, færri kennslustundir á viku en þeir íslenzku. I þriðja lagi eru, að minnsta kosti í Þýzkalandi, gerðar meiri kröfur til menntunar barna- og miðskólakennara en hér er gert. íslendingar á eftir timanum. Um ofangreindan eðlismun á náttúrufræðikennslunni hér á landi og erlendis skal ekki fjölyrt á þessum stað, lieldur vísað í ofan- nefnda grein í Menntamál. Það er ljóst, að enda þótt vér, eins og vera ber, höfum leitazt við að sníða stundatöflur í íslenzkum skólum eftir erlendum fyrirmyndum, þá hefur oss láðst að taka upp eftir nágrannaþjóðum vorum önnur atriði, sem ekki eru síður þýðingarmikil. Öll kennslutækni, og ekki hvað sízt í náttúrufræð- um, er nú orðin mjög fullkomin hjá þeim þjóðum, sem vér höf- um mest samskipti við, bæði austan hafs og vestan. Æfingasalir með margs konar tækjum eru notaðir þar við kennslu í náttúru- fræðum. Hér á íslandi eru tæpast til boðlegar veggmyndir, hvað þá að gert sé ráð fyrir húsrými eða tíma til verklegra æfinga. Þurrar yfirheyrslur, það er allt og sumt, sem látið er hér í té. Og

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.