Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 45

Náttúrufræðingurinn - 1959, Side 45
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURl NN 203 £yrir teikningu og handavinnu, 6 fyrir kristinfræði, en til náms í sérgrein ekki neitt. Það eftirtektarverðasta um þennan samanburð er það, að Danir nota af þessum 4 árum 18 vikustundir til sérnáms, en það eru 13% af öllum námstímanum eða næstum jafnmikið og stærðfræðin og náttúrufræðin til samans. Er þar með gert ráð fyrir því, að kenn- arinn geti kennt eina grein sérstaklega, en ekki allar námsgreinar jafnt, eins og hér er gert. Að minnsta kosti að þessu leyti standa dönsku kennaraskólarnir framar þeini íslenzka. Tillögur til úrbóta. Þegar færa skal náttúrufræðikennsluna í íslenzkum skólum í nútímahorf, verður auðvitað að byrja á upphafinu, þ. e. í barna- skólunum. Það má segja, að með námsbókum þeim í grasafræði, dýrafræði, eðlisfræði og efnafræði, sem notaðar eru í barnaskól- unum nú, sé vel af stað farið. Þó þarf að auka svo kennsluna, að unnt verði að fara vandlega yfir þessar bækur allar í 11 og 12 ára bekkjum. Að sjálfsögðu verður að láta börnin kynnast hinum ýmsu hlutum af eigin sjón svo vel sem unnt er, s. s. grösum og dýrum, og útskýra fyrir þeim eðlisfræðina og efnafræðina með tilraunum. í 13 og 14 ára bekk (þ. e. 1. og 2. bekk gagnfræðaskóla) er nú venjulega kennd áfram bæði dýrafræði og grasafræði, en aðeins notaðar stærri bækur en í barnaskólanum. Þetta er ekki heppilegt. í bókum þessurn er meira farið út í sérstæð smáatriði en skyldi, en alltof lítill gaumur gefinn þeim meginatriðum, sem liggja til grund- vallar allri líffræði. Þessu þarf að breyta. Þarna á að kenna al- menna líffræði, stóra bók, sem tengir saman lífefnafræði, lífeðlis- fræði, grasafræði og dýrafræði. Bók þessi á að byrja á lífefnafræði, síðan á að taka við frumufræði, smásjárrannsóknir á einfrumung- um og allskonar vefjum jurta og dýra, þá lífeðlisfræði, sérstaklega með tilliti til mannsins, þá erfðafræði, þróunarsaga og jarðsaga. Allt þetta á auðvitað að kenna með verklegum æfingum. Bók til þessarar kennslu er ekki ennþá til á íslenzku, en á erlendum málum eru slíkar bækur til, t. d. notaðar í Bandaríkjunum. í 13 ára bekk má gjarnan lesa vel upp eðlis- og el’nafræðina £rá vetrin- um áður, en síðan ætti að kenna þar og í 14 ára bekk svokallaða efnisfræði. Nemendurnir eiga þar að læra um hin ýmsu efni,

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.