Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 54

Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 54
212 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN á þau einkenni, sem fólgin eru, að því er snertir jurtirnar, í erfðafari þeirra og frumubyggingu. Sá hluti frumunnar, sem mikilvægastur er í þessu sambandi, er kjarninn, meginaðsetur erfðanna, Margbreytni í gerð, tölu og hegðun litþráðanna veld- ur því ennfremur, að mest hefur verið fengizt við hin kjarnafræðilegu ein- kenni. Sem stendur eru þau líklegust til að veita áreiðanlegustu upplýsing- arnar um uppruna og skyldleika tegundanna. Athuganir af þessu tægi mynda kjarnakerfisfræði eða cytotaxonomíu. I liartnær 15 ár iiefur prófessor Áskell Löve og kona hans, prófessor Doris, unnið sleitulaust að þessu vandamáli, að því er varðar æðri jurtir íslenzkar. Eftir skamma veru á íslandi urðu þau því miður að hverfa úr landi vegna ónógra vinnuskilyrða heima fyrir og setjast að erlendis til að halda þar áfram rannsóknum sínum. Ekkert lát hefur samt orðið á starfsemi þeirra í þágu ís- lenzkra grasafræðivísinda, sem þau hafa nú veitt inn á nýja og frjósama braut. Á alheimsþingi grasafræðinga i París 1954, þar sem Áskell Löve kom fram sem fulltrúi jurtafrumufræðideildar fyrir liönd kanadískra vísindamanna, varð ég þess áskynja, hve mikils álits þau Áskell og Doris Löve nutu þá þegar. Nú mun varla vera rituð sú grein um áþekkt efni, að verka þeirra sé eigi getið í heimildarlista. Er því kominn tími til að minnast stuttlega umfangsmikillar yfirlitsritgerðar, er þau hafa skrifað um samsetningu, þróun og uppruna hinna æðri jurta í íslenzku flórunni. Er þar og gerður samanburður á útbreiðslu, lit- þráða- og erfðaeinkennum samsvarandi tegunda í öðrum Norður-Atlantshals- löndum. Niðurstöður þessara rannsókna sýna, hve langt þeim er komið á Is- landi og hvers megi af þeim vænta í framtíðinni. Ber að draga fram línurnar í þessu ritverki, en athuga að því búnu einstaka atriði nokkru nánar. Ritinu er skipt í eftirfarandi kafla: Formáli. I. Inngangur. II. Heimskautstegundir flórunnar. III. Tegundir flórunnar, sem vaxa líka beggja vegna Atlantshafsins. IV. Tegundir flórunnar, sem vaxa að auki aðeins austanhafs. V. Tegundir flórunnar, sem vaxa að auki aðeins vestanhafs. VI. Hinar einlendu tegundir flórunnar. VII. Slæðingstegundir, sem hafa ílenzt í flórunni. VIII. Ályktanir og niðurstöður. 1. Forspjall. 2. Kerfiseiningar í flórunni. 3. Uppruni flórunnar. Útdráttur. Heimildir. I innganginum er rakin saga íslenzkrar grasafræði allt frá dögum Jóns Guðmundssonar hins lærða frá því um 1640 til vorra daga. Er það furðulangur listi, sem gefur samt góða hugmynd um, hve hægt jurtafræðiþekking hefur þróazt í landinu. í sama kafla er og gerð grein fyrir þeim kenningum, sem

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.