Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1959, Qupperneq 56

Náttúrufræðingurinn - 1959, Qupperneq 56
214 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN nokkur skil í stuttri ritfregn. Af heimskautstegundum hefur nákvæm rann- sókn verið gerð t. d. á fjallasveifgrasi (Poa alpina L). Hjá þessari tegund er frjóvguninni aetíð ábótavant. Frjó og eggfruma fá eigi sameinzt með eðlileg- um hætti. Kím- og fræmyndun á sér þó stað, en kynblöndun er útilokuð og tegundin stendur í stað. Höf. hafa talið litþræði hjá samtals 178 einstakling- um þessarar tegundar frá ýmsum stöðum innan lands. Reynast tvílitna ein- staklingar hafa frá 22 til 47 litþræði (2n = 22—47), en langtíðust — eða hjá 112 eintökum — er þó litþráðatalan 2n=33. Á Grænlandi, í Svíþjóð, í Rússlandi og víðar finnst líka fjallasveifgras með sömu litþráðatölu, 2n= 33, en einatt á mjög einangruðum stöðum, er benda til þess, að tegundin myndi gömul og stað- bundin jurtastóð. Eftirtektarvert er, að á íslandi vaxa allir 33-litþráða ein- staklingarnir á þeim slóðum, sem taldar eru hafa staðið upp úr ísbrekáni því, er huldi mestallt landið á síðasta jökulskeiði. Það er því ekki ósennilegt, að við nákvæma athugun á útbreiðslu þessarar grastegundar innanlands megi um leið öðlast frekari vísbendingar um íslaus svæði á síðasta jökulskeiði. Mjög merkilegar eru líka frumu- og erfðafræðiathuganir þær, sem höf. hafa gert á íslenzkum vinglum. Gætu þær rannsóknir skapað undirstöðu að gagn- legum kynbótatilraunum á þessu nytjagrasi. Er þar dæmi um þá hagnýtingu, sem einatt er fólgin í öllum gaumgæfilegum grunnrannsóknum. Þá er og athugandi, að hinar ýmsu tegundir af vetrarliljum, sem finnast á norðurhveli jarðar, hafa sömu litþráðatölu, 2n= 46. En þrátt fyrir þetta sam- einkenni, ber stærð og lögun litþráðanna með sér að áliti höf., að um ólíkar tegundir sé að ræða. Eftir því mun ekki önnur tegund af þessari ætt en bjöllu- lilja, Pyrola grandiflora RAD., vera til á íslandi. Mjög eru eftirtektarverðar aðferðir þær, sem höf. beita til að ráða lausn á vandamáli íslenzkra bjarka. Með því að gera táknmyndarit af einstökum sér- einkennum, er fram koma á ákveðnum jurtahóp, má með útfærslu (extrapola- tion) á þessum einkennum samanlögðum öðlast hugmynd um, hver hafi verið einkenni þeirra tegunda, sem hafa þrengt sér inn í téðan tegundahóp og vald- ið þar kynblöndunum. Hefur höfundur aðferðarinnar, E. Anderson, kallað slíkt „symbolísk dispersjóns diagrömm" til ákvörðunar á „introgressífum" kyn- blöndunum, og hefur hann komizt að merkum niðurstöðum í Bandaríkj- unum. Hins vegar er það ekki til hægðarauka, þegar þannig stendur á, að að- skotategundirnar eru það sterkar, að þeir tegundahópar, sem fyrir eru, þurrk- ast út. En sú virðist einmitt vera raunin um íslenzka birkið. Enda þótt rann- sóknir höf. séu ekki endanlegar, eru þær niðurstöður, sem þau hafa komizt að í sambandi við íslenzka birkið, athyglisverðar. Álíta höf., að elzta birki- tegund landsins muni e. t. v. hafa verið Betula callosa NOTO., en B. Lind- quist hafði fundið steingerðar leifar hennar í míosenlögum í Þrimilsdal í Borgarfirði fyrir nokkrum árum. Við landnám tegundarinnar B. tortuosa LEDEB. virðist fyrri tegundin hafa horfið um vestanvert landið, en látið hins vegar eftir sig nokkur spor í hinum skjólsælli birkiskógum norðanlands. Síðan lítur út fyrir, að kynblöndunarinnreið hafi átt sér stað af hálfu tegundanna B. coriacea og B. concinna GUNNARSS., því að einkenni þessara beggja teg- unda finnast nú í birkiskógunum, enda þótt fyrrnefnda tegundin sé þar nú
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.