Náttúrufræðingurinn - 1959, Síða 57
NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN
215
mjög sjaldgæf og sú síöari með öllu horfin. Ætla liöf., að síðar meir hafi B-
pnbescens ssp. odorata (BECHST) WARB. gert innrás sína frá Bretlandseyjum
í birkiskógana austanlands og finnist nú bæði í blönduðu og óblönduðu formi.
Um sama leyti hefur e. t. v. eitthvað borizt frá Grænlandi af B. minor, sem
hefur hinsvegar ekki staðizt lengi hina harðgerðu sókn skógviðarins, B. tor-
tuosa, sem þegar var búinn að taka sér bólfestu um vesturhluta landsins. Lit-
þráðatala bjarkarinnar á íslandi er einatt sú sama, 2n=56 litþræðir, og eng-
ar frjóvgunarhömlur hafa fundizt. Draga höf. þar af þá ályktun, að ekki beri
lengur að deila íslenzka birkinu í aðgreindar tegundir, heldur líta á það sem
eina hóptegund, B. pubescens EHRH., sem sé á ýmsum tegundamillistigum. En
hér er að sjálfsögðu fjalldrapi undanskilinn.
Af hinum tiltölulega fáu tegundum flórunnar, sem eiga uprpuna sinn vest-
anhafs, benda höf. enn á, að marhálmurinn íslenzki eigi lítið skylt við hina
evrópsku fulltrúa þessarar tegundar, þrátt fyrir sama litþráðafjölda. Lögun
litþráðanna er hin sama og í amerísku tegundinni, Zostera stenophylla RAF.,
og ber því íslenzka marhálminum þetta heiti líka. Víxlfrjóvgunartilraunir
væru hér þó æskilegar.
Gagnstætt skoðun ýmissa innlendra og erlendra grasafræðinga telst höf.
til, að, auk allra undafíflategundanna, hafi fundizt til þessa 17 einlendar teg-
undir hájurta i landinu. I þeim hóp hafa verið gerðar kynblöndunartilraun-
ir milli kynjanna uliginosa og calcarea af blátopputegundinni, Sesleria coeru-
lea (L.) ARD. og reyndist höf. þessi tvö kyn vera óblandanleg, þrátt fyrir sömu
litþráðatölu. Er litið á þetta sem sönnun þess, að um tvær mismunandi teg-
undir sé að ræða. Tilheyrir sú fyrri S. coerulea, sensu stricto, en sú síðari
mun vera ný deilitegund í íslenzku jurtaríki, sem hlotið hefur nýnefnið S.
Deyliana ssp islandica (LÖVE) LÖVE fc LÖVE, comb. nova, en latnesk lýsing
fylgir á aðaltegundinni, sem vex í Mið- og Suðurevrópu. Loks er athugandi,
að aðeins ein hinna einlendu tegunda, marívötturinn eða Alchemilla faeroe-
ensis, er frábrugðin samsvarandi einstaklingum erlendis að litþráðafjölda.
Rekja mætti margar aðrar niðurstöður, er höf. greina frá í þessum
köflum ritverksins. Þessi fáu dæmi ættu að gefa hugmynd um, hve vanda-
málin eru oft margþætt og hve breytilegar þær aðferðir eru, sem höf. beita
til lausnar þeim. Höf. leggja sérstaka áherzlu á, að rannsóknir þessar, að því
er varðar íslenzku flóruna, megi enn teljast í æsku og óþrjótandi verkefni séu
því fyrir höndum.
í lokakafla ritgerðarinnar eru ályktanir dregnar og saman teknar niður-
stöður af rannsóknunum í heild. Er þar sérstaklega bent á, að næstum allar
innlendar tegundir í flórunni hljóti að hafa lifað af síðasta jökulskeiðið á ís-
landi og tegundir eins og birkið hafi m. a. s. þraukað í landinu síðan á míosen.
Getur það auk þess verið vísbending þess, að meiri partur flórunnar hafi
borizt til landsins eftir landspildum bæði að austan og vestan, jafnvel áður en
jökultíminn gekk í garð. Jurtaleifar, sem fundizt hafa í Bakkabrúnum í Víði-
dal og í Gelgjutanga við Reykjavík, og ætlaðar eru frá næstsíðasta og síðasta
hlýviðrisskeiði, sýna þó, að ýmsar tegundir af evrópskum og amerískum upp-
runa hafi borizt miklu seinna til landsins. Geta höf. til, að líklega hafi þessar