Náttúrufræðingurinn - 1959, Qupperneq 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
9
ar áttir. Ekki er vitað um neinar aðrar leiðir til þess að stjórna
hreyfingum plasmans. Engin tilraun með efni í plasma-ástandi
verður því gerð án þess að nota segulsvið, og öll tæki til slíkra
rannsókna byggjast að einhverju leyti á segulverkunum.
Upphitun plasmans.
Til þess að hægt sé að liagnýta orku léttra atómkjarna verður,
eins og áður var á minnst, fyrst og fremst að framleiða hita, sem
nemur tugum eða hundruðum milljóna gráða. Það er því áríð-
andi að finna öruggar aðferðir til þess að snögghita plasmað. Þess
var áður getið, að plasma mætti framleiða með því að senda sterk-
an rafstraum í gegnum þunnt gas. Rafstraumurinn hitar einnig
plasmað, en eftir því sem hitinn stígur, minnkar rafstraumsvið-
námið og þar með hitaverkanir rafstraumsins. Talið er erfitt að
komast mikið yfir milljón gráður með rafstraumsupphitun einni
saman.
Með samþjöppun má komast miklu hærra. Þegar lofti er þrýst
saman hitnar það og það sama skeður með plasmað. Samþjöppun-
in fer fram í sterku segulsviði. Ef plasmað er í segulflösku, eins og
áður var lýst, þarf ekki annað en að auka segulsviðið. Kraftlínur
sviðsins færast þá að miðjunni og plasmað fylgir þeim og þjappast
saman í miðri flöskunni. Samþjöppunin getur einnig farið fram
í fleiri þrepum. Eftir að nokkur samþjöppun hefur átt sér stað
{ stórri segulflösku, má láta segulsviðið ýta plasmanum inn í aðra
minni, þar sem auðveldara er að framkalla mjög sterkt segulsvið,
sem annast lokastig samþjöppunarinnar.
Ýmsir fleiri möguleikar eru til upphitunar. Einn er í því fólg-
inn að láta breytilegt segulsvið verka á nokkurn hluta plasmans.
Þetta er einskonar seguldæla, sem dælir orku inn í plasmað og
hitar það upp. Onnur leið til upphitunar byggist á því að senda
mjög hraðskreiðar agnir, t. d. þunga vetniskjarna, inn í segulflösku,
sem heldur þeim föstum. Hraðaorkan breytist þá í varma, svo að
úr þessum hraðskreiðu ögnum ætti að geta myndast mjög heitt
plasma.
Ekki verður hjá því komizt, að mikill vanni tapist frá margra
milljón gráðu heitu plasma. Þar er fyrst og fremst um að ræða
varmageislun efnisins, sem ekki virðist nokkur leið að hindra, en