Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 44

Náttúrufræðingurinn - 1959, Page 44
38 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN tegundir grípa þó til annarra varnarráða. „Hinn lifandi steinn“ í Mexíkó og Suður-Texas er gott dæmi. Hann er lítill og hnöttótt- ur, þakinn dökkum, þyrnalaus- um vörtum. Líkist hann grand- gæfilega molabergsklumpunum og hnullungunum í kring og leynist þannig fyrir hættulegum dýrum. En skyndilega geta vaxið livít eða rauð blóm út úr „stein- inum.“ Mistilteinskaktus vex uppi í trjám, þar sem moldarryk safnast í sprungur og ójöfnur. Hanga rakasjúgandi loftrætur hans niður trjástofnana. Stöngl- arnir líkjast mjóum laufblöðum, sumir hverjir og hanga einnig niður. Þetta er eina ættkvíslin, sem að nokkru á heimkynni utan Ameríku. 11 af 50 tegundum eiga heima í Suður-Afríku og á Mada- gaskar og Ceylon. Margir Echinocereus kaktusar bera aldin, sem líkjast jarðarberj- um og eru etin á sama iiátt. En taka verður fyrst burt þyrna, sem eru utan á kaktusjarðarberjunum. E,in tegundin (Echinocereus rosei) vex í lágum þyrpingum í Kaliforníu og víðar. Blómin eru stór og skínandi rauð, ljómar þá af þeim svo fagurlega, að þau eru kölluð „hin logandi eyðimörk". Einn „jarðarberjakaktus" er kennd- ur við Indíána, sem frá fornu fari hafa etið aldinin með beztu lyst. í Texas vex frúarfingur-kaktusinn, hinir 4—6 stönglar hans standa upp í loftið eins og uppsperrtir fingur. Blómin eru rauð, stór og fögur. Þau eru útsprungin frá hádegi nokkra daga sam- fleytt, en sofa á nóttunni. Jólakaktus (Zygocactus truncatus) mun vera algengasti kaktus, sem ræktaður er í heimahúsum á íslandi. Stönglar hans eru lið- skiptir, flatir og blaðlaga, án þyrna. í heimkynnum sínum í Brasi- líu vex hann í holum og sprungum í ttjám, þar sem ofurlítil mold

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.