Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 5
NÁTTÚRUF RÆÐINGURJNN
99
Surtseyjar, þarf það eðlilega að þola seltu sjávar. Vaknar þá sú spurn-
ing, hvert sé seltuþol fræja annarra tegunda og hverjir séu möguleik-
ar þess, að aðrar tegundir geti numið land á Surtsey eða borizt um
lengri sjóveg.
Til þess að leita svars við þeirri spurningu, gerði ég smáathugun
;'t seltuþoli nokkurra íslenzkra plantna, sem hér skal greint frá.
Notað var fræ sex tegunda, og var vali þeirra þannig háttað, að
þrjár voru strandplöntur en þrjár algengar melajurtir. Fræi strand-
jurtanna var safnað af fjörukambi við Seltjörn á Seltjarnarnesi
haustið 1964 og var það af baldursbrá, kattartungu og fjörukáli.
Fræi melajurtanna var safnað haustið 1962 á Hveravöllum og var
það af lambagrasi, melskriðnablómi og músareyra.
Fræin voru geymd í glösum fylltum með sjó við 2°C. Um 25 fræ
hverrar tegundar voru síðan tekin úr sjónum með uokkurra vikna
millibili, þau síðan þvegin með fersku vatni og þeim komið fyrir
til spírunar á rökum síupappír í þar til gerðum glösum. Eru niður-
stöður spírunarhæfninnar birtar í töflu I.
Við athugun á ofangreindri töflu ber þess að gæta, að fræ strand-
1. mynd
I. o$> 2. mynd. Fjörukál spírandi í Surts-
ey 3. júní I9G5. — Seedlings oj Cakile
edentula in Surtsey June 3rd 1965.
2. mynd