Náttúrufræðingurinn - 1965, Side 32
122
NÁTTÚRUFRÆÐI NGUR 1 NN
Þegar vestur fyrir Ölfusvatnsfjöll kemur, bregður svo við, að lítt
sér af ummerkjum eftir forn jökullón, enda þótt skilyrði fyrir
myndun þeirra séu við fyrstu sýn sízt lakari en austar. Þó er greini-
legur farvegur eftir vatnsfall sunnan við Lágháls, suðurendann á
Ölfusvatnsfjöllum. Varp hans var mælt og fannst 25,50 m hærra
en Þingvallavatn nú. Farvegur þessi heitir Klettagróf, og mun hann
sennilega hafa myndazt á jökullónsstiginu og þá síðar en miðhjall-
inn, þar eð sá liggur hærra. Getur hann tæpast verið eftir annað en
vatnsfall, sem rann úr Hagavík austur í lónið hinum megin við
hálsinn. Hefur jökulrönditi um það Ieyti legið svo fast upp að Ölfus-
vatnsfjölliun norðanverðum, að þar rann ekki vatn á milli, heldur
myndaðist sérstakt uppistöðulón vestan Ölfusvatnsfjalla. Hjallar,
sem myndazt hafa í þessu lóni, sjást fremst í Ia'katjarnarhálsi, þar
sem hæðin reyndist 26,30 m yfir vatnsborði Þingvallavatns, og í
Hagavík í krikanum milli Sandfells og Bæjarháls. Þar mældist hæð
hjallans 25,10 m.
Þetta eru einu menjarnar um jökullón vestan Ölfusvatnsfjalla og
geta ýmsar ástæður verið fyrir því, að þær eru svo fáskrúðugar. Sú
er hin fyrsta, að hraun þekur mestan hluta láglendis þarna. Önnur
gæti verið, að þarna er koinið inn í þann hluta sigdældarinnar, sem
virkastur hefur verið á nútíma, og gætu jökullónsmyndanirnar hafa
sokkið undir vatn og hraun. Þriðja ástæðan, sem óneitanlega kemur
til greina, er sú, að jökull hafi legið á Henglal jöllum og náð sarnan
við norðanjökulinn á þessum slóðum, og virðist mér sú skýring
sennilegust.
Jökullón þau, sem hér var lýst, lágu við framjaðar skriðjökuls-
ins, er fyllti Þingvallavatnslægðina, en til eru einnig menjar eftir
lón, sem stíflaðist upp við hliðarjaðar jökuls Jressa. Það hefur gerzt
í austurhalla Lyngdalsheiðar í vikinu norðan við Kaldárhöl'ða. Hjall-
ar liggja Jiar við brekkuræturnar upp af hrauninu á alllöngum kafla
norður með brekkunni. Þeir eru flatir að ofan og aflíðandi halli frá
þeim niður að Miðfellshrauni, sem runnið hefur upp að þeim. Hjall-
arnir eru gerðir úr skálögóttri möl og sandi, auðsjáanlega framburði
lækja austan frá Lyngdalsheiði. Hæð Jreirra var mæld á þrem stöðum
og reyndist um 48 m yfir vatnsborði Þingvallavatns. Lónið, sem
hjallar Jressir mynduðust í, hefur haft afrennsli suður hjá austurodda
Kaldárhöfða. Má þar enn greina glöggan farveg, og er varp hans 47
m yfir vatninu. Á þeim tíma, sem lón þetta var til, hefur jökull