Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 49
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
139
sporðreistst lítils háttar vestur að Þingvallavatni við hin miklu sig
á milli Almannagjár og Heiðargjár. Til þess bendir og strandlínan
6,50 m háa í Mjóanesi.
Hæð malarkambanna efstu hjá Skálabrekku, 13,10 og 12,50 m er
meiri en svo, að skýrt verði sem eðlilegt frávik. Og bendir mælingin
við Torldalslæk, 13,00 m, til hins sama. Skylt er að geta þess, að á
kaflanum frá Heiðarbæ að Skálabrekku reyndist einna erfiðast að
ákvarða efstu mörk strandlínunnar.
Ekki virðist neitt benda til, að um lyftingu sé hér að ræða, enda
eru slík fyrirbæri algjörlega ókunn á þessum slóðum.1) Verður því að
líta svo á, að 13 rnetra strandlínan sé upphaflegust, en land hafi sigið
austan megin í heild um 2 m ásamt útfalli Sogsins, ef til vill allt aust-
ur að Hrossadalsbrún og misgengjunum, sem liggja suðvestur eftir
Lyngdalsheiði. Þær hræringar hins vegar, sem idlu mismun á hæð
jökullónshjallanna og varpa lónanna, sem þeir mynduðust í, virðast
vera eldri en lægsta strandlínan.
Sá möguleiki kom til greina, að strandlínan lægsta væri eldri en
hraunið og hafi myndazt, á meðan áin var að grafa sér gljúfrið í
gegnum móbergshaftið á milli Dráttarhlíðar og Kaldárhöfða. Þor-
valdur Thoroddsen og Bjarni Sæmundsson voru þessarar skoðunar.
Vegna þess, hve gott samræmi er á milli hæðar strandlínunnar og
hraunsins við Sogshorn, og eins Iiins, að strandlínan er örugglega
yngri en hraunið, er stoðunum kippt undan þeirri tilgátu, og því
tæpast ástæða að ræða hana frekar.
Pálmi Hannesson (1034) hefur leitt að því gild rök, að staðið hafi
1) Þorvaldur Thoroddsen getur þess að vísu í riti sínu „Jarðskjálftar á
Suðurlandi" (1899), að í jarðskjálftanum 1789 hafi Þingvallavatn grynnkað svo
suðvestan megin, að þurrt yrði þar, sem áður liefði verið 4 faðma dýpi. Um
þetta nefnir Þ. Th. ekki neina heimild, og er mér til efs, að hér sé rétt greint
frá. Tvímælalaust ættu þessa að sjást nokkur rnerki í strandlínu í 4 faðma
hæð ofan núverandi vatnsborðs, en við suðvestanvert vatnið finnast alls engar
hærri strandlínur. Mér er næst að halda, að Þ. Th. hafi hér tekið gagnrýnis-
laust upp einhverjar ýkjur. Sbr. t. d. frásögn hans um afleiðingar jarðskjálft-
anna 1896 í Þykkvabæ og hins vegar frásögn Árna Óla í „Þúsund ára sveita-
þorp“ (19ö2). Skal þó enginn dómur á það lagður, hvor þar fari með rétt mál,
þótt grunur leiki á, að barlómur bænda hljóti hér að vera allveigamikill
skekkjuvaldur. Sig vatnsbotnsins norðan megin liefðu hins vegar valdið því,
er rúmtak vatnsstæðisins jókst, að vatnsborð lækkaði smávegis sunnan megin
um stundarsakir, hafi þar ekki sigið eða sigið minna.