Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 62

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 62
152 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN mér stórum í hag, því að þá gat ég betur séð hvað gerðist. Þegar fugl- inn með sílin átti skammt eftir að hólmanum, hægði hann á sér, en er unginn var kominn að hlið hans, stakk hann sér á kaf í vatnið. Reyndi þá unginn að gera slíkt hið sama, en það gekk ekki vel, því að dúnungi er iéttur og mikið flotmagn í dúninum. Samt hafði hann það að mestu í þriðju atrennu, en alltaf stóð þó gumpurinn upp úr, ogáfram varð hann að synda í kafinu. Þegar þeir komu upp, var ann- að sílið horfið. Nú hafði komið svo lítið bil á milli ungans og gamla fuglsins, og beið hann nú kyrr á meðan unginn kom til hans, en þegar unginn var kominn að hliðinni á honum og a-tlaði sýnilega að hrifsa sílið, sem eftir var stakk sá gamli sér aftur og synti áfram. Reyndi þá ung- inn að fara eins að og gekk það nú mun betur en í fyrra skiptið. Þó komst gumpurinn ekki í kaf, en það var látið duga, því að þegar þeir komu úr kafinu var unginn að ljúka við að renna sílinu niður. Eitt- hvað gekk það þó seinna en með það fyrra, enda alhnikil máltíð tvö síli í einu í jafn lítinn fugl. Þegar þessu var lokið, virtist fullorðni fuglinn hinn ánægðasti með árangurinn af kennslunni, teygði sig virðulega upp og sló vængjunum nokkrum sinnum. Að því búnu syntu bæði hjónin með ungann á milli sín lengra út á vatnið, enda urðu þau þá mín vör þar sem ég reis upp úr felustað mínum. Það var ánægður maður, sem nú hélt til byggða, eltir að hafa horft á umrædda kennslustund, sjá einn þátt þess, hvernig náttúran sjálf býr ungviði sitt undir að heyja sína eigin lífsbaráttu. Fullorðinn lómur kafar af sundi eftir lífsbjörg sinni. Því var það nauðsyn að kenna unga litla að kafa eftir sílunum, en rétta honum þau ekki fyrirhafnarlaust. Að endingu má geta þess að styðsta bein lína til sjávar frá Dalsvatni er riisklega 7km, svo að ekki hefur það verið erfiðislaust fyrir lómahjónin að búa þarna og þurfa að fljúga í það minnsta 15 kíló- metra í hverri aðdráttarferð. En margar hafa ferðirnar orðið, því að á vatninu héldu þau sig a. m. k. eitthvað fram í ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.