Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 36
Kaldárhöfða, ]>. e. gosmyndunum hans, sem ná góðan spöl austur á heiðina. Nær hinn einhlítasti suður undir Nautabrekkur, en hinir, sem eru breiðari og lægri, ná ekki eins langt. Smávægilegur ruðningsgarður er upp af Hagavík milli Líkatjarn- arháls og Öllusvatnsí’jalla, ogvíðar má finna klessur af jökulruðningi, sem koma þó ekki fyrir sjónir sem endaurðir, og verður þeim því sfeppt hér. Norðan í Mosfellsheiði finnast miklir jökulgarðar, sem ná vestan frá Kjósarskarði austur að Svínahlíð við Þingvallavatn. Þeir hafa myndazt af skriðjökli, sem skreið niður Þingvallavatnslægðina, fram með jökulbarði, er sveigði upp úr henni vestur á Mosfellsheiði. Er sennilegt, að þeir jökulgarðar hafi hrúgazt upp á sama tíma sem jökulgarðarnir og lónin mynduðust við Þingvallavatnslægðina suð- austanverða. Hér er í rauninni um þrenns konar jöklamyndanir að ræða: Endaurð, ])ykka botnurð að baki (þ. e. norðan) hennar á breiðu svæði, og malarása (sjá mynd 7). Endaurðin var rakin frá suðurenda Kjósarskarðs. Þaðan liggur hún suður austan við Fellsenda, en vestan við Stíflisdal II. Heldur hún svipaðri stefnu alveg suður fyrir Heiðartjörn. Þar þverbeygir hún til austurs og liggur um vegamót gamla og nýja Þingvallavegar- ins austur á Svínahlíð. Erá afleggjaranum að Stíflisdal suður að gamla veginum fylgir jökulaldan nokkurn veginn allbrattri hraunbrún og sýnist af þeim sökum hærri en hún er í raun og veru. Hraunið á sér upptök í lágum ási, sem Brekka nefnist, og er vestan undir Dyrafjöllum á móts við Dyradal. Hefur það ruhnið út á heiðina til norðurs eftir slakkanum á milli Mosfellsheiðar og Hæðadyngjunnar. Hraunstraumur þessi er ekki ýkja gamall, því að enn má auðveldlega sjá á honum rennslis- kvíslar og hraunbrúnin er víðast hvar furðu glögg. Ætla má, að hraunið sé frá interstadíali, þ. e. hlýindakafla á síðasta jökulskeiði. Jökulaldan sjálf er eigi mjög há og því lítt áberandi í landslaginu. Hún er víðast hvar tæpir 1000 m á breidd, þó stundum breiðari, þar sem hún greinist sundur í fleiri samsíða ruðningsgarða. Suður l'rá Eellsenda má þannig greina 3—4 ruðningsgarða með dældum og stöðuvötnum á milli. Stíflisdalsvatn er mórenuvatn og liggur að baki ruðningsgarðinum syðst í Kjósarskarði. Þegar kemur austur f’yrir vegamót gamla og nýja Þingvallavegar- ins, óskýrist innjaðar jökulöldunnar mjög. Þykkar jarðmyndanir,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.