Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 25

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 25
NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN 117 og eins það, að þeir eru langmestir fram með ánum, senr í lónið féllu. Hafa hjallarnir upphaflega myndað óseyri l'raman við ármynn- in ogmyndun þeirra hafi/t, er jökull hopaði frá (irafningsfjöllunum endur íyrir löngu og fæddi af sér fyrsta vísinn að Þingvallavatni. Ei'sti hjallinn liggur rúmlega 60 m ofar en flötur Þingvallavatns nú, þ. e. um 165 m yfir sjávarmáli (ekki mælt nákvæmlega). Hann er á köflurn mjög áberandi, en í heikl fremur illa varðveittur. Greini- légustu menjar hans eru upp með Ölfusvatnsá vestan Víðihlíðar og upp af Torldal suðttr frá Króksbænum. Þaðan má rekja lcilar hans, þótt óljósar séu, alveg austur að Selflötum, grasigrónum slakka milli Úlfljótsvatnsfjalls og Grafningshálsanna. En þar norðan undir er hjalli allstór í þessari sömu hæð. Hann er þar skorinn sundur af mis- gengi um 2 m háu, og hefur landið sigið vestan megin. Afrennsli helur þetta lón haft um Selflatir sunnan við ÚlfljótsvatnsfjalI. Hið forna varp er þar í tæplega 170 m hæð yfir sjó. Enginn farvegur sést á Selflötum sjálfum, því að þar hefur jiykkt lag af fokmold jafnað ylir allar minni mishæðir. Suður af þeim eru hins vegar tvær djúpar hvilftir, eða rásir, uppgrónar, sem vel gætu verið frá þeim tíma, er útfall lónsins rann þarna um. Vatnið hefur þá runnið þar niður, sem Fossá rennur í dag, milli Úlfljótsvatnsfjalls og Háafells. Vegna misgengisins, sem áðan var nefnt, liggja hjallarnir vestan við það nú a. m. k. tveim metrum neðar en varpið austan jress. Annað álíka lrátt misgengi vestar, Jr. e. norðvestan í Úlfljótsvatnsselfjalli veldur því, að enn meiri munur verður á varpshæðinni og liæð' hjallanna eða um 4 m alls. Það var ekki fyrr en jökulröndin hafði hopað norður fyrir Úlf- ljótsvatnsfjall eða að minnsta kosti þynn/t nógu mikið á því svæði, að snögglega lækkaði í lóninu, og afrennsli Jress lékk nýja framrás norðan við fjallið. Hefur þetta sennilega orðið í lilaupi, og vatns- borð lónsins ]rá lækkað um rúma 30 m. Eftir þau umskifti hafa árn- ar grafið sig niður í hinn forna framburð sinn og sópað nokkru af honum burt umhverfis farvegi sína, enda er Jrað algild regla um þannig myndanir, að þær grafast sundur af rennandi vatni, eftir að þær eru komnar á þurrt. I I ins vegar tóku árnar nú að byggja nýjan hjalla fram í lónið í samræmi við hið lægra vatnsborð Jicss. Menjar Jtessa hjalla, sem ég nefni miðhjallann (B-hjalli á 4. mynd), eru mjög áberandi í landslaginu báðum megin Víðihlíðar. Gefur þar að líta breiða, lárétta stalla í sömu hæð nieðfram brekk-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.