Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 26
118
NÁTTÚRIIFR/EÐINGURI NN
unni, og er bratt frá þeini niður að sléttunni, sem árnar bugðast nú
um (5. mynd). Miðhjallinn er í rúmlega 135 m liæð yfir sjó, eða um
33 m ofan við vatnsborð Þingvallavatns. Hann var mældur á 7 stöð-
um í grennd við bæinn Krók, alls staðar nálægt frambrúninni, en
af því leiðir of lága tölu miðað við hæð varpsins. Mest liæð mældist
33,60 m, en minnst 32,00 m. Víða má sjá ágæta þverskurði í gegn-
um þessi þrep, og eru þau öll svipuð að innri gerð. Einna beztur
þverskurður finnst rétt vestan við bæjarhúsin í Króki, og skal hon-
um lýst nokkru nánar (sjá 6. mynd).
1) Neðst er um 50 crn þykkt lag af fremur fínni, leirblandinni möl,
alveg óharðnaðri. Hún leggst þarna ofan á basaftklöpp, sem sér
á neðst í íarvegi lækjarins.
2) Næst koma um 4 m þykk leirlög. Neðan til er leirinn grár og
vottar lítið fyrir lagskiptingu, en ofar er hún mjög áberandi.
Lögin eru þar regluleg og liggja lárétt. Sums staðar skiptast þar
á Ijós og dökk lög, svo að minnir á hvarfleir. Þykkt hinna ein-
stöku hvarflaga er frá 0,5—5 crn, og eru ljósu vetrarlögin þynnri.
3) Þar ofan á tekur við fínn lögóttur sandur, og eru lögin sem fyrr
lárétt. Þykkt Jressa fínsendna lags er um 1 m. Niður í það hefur
grafizt á einum stað um 6 m breið renna, sem fyllt er af grófara
efni úr lagi 4).
4) Ofan á þessu liggur 3 m Jiykkt lag af grófum sancli með malar-
taumum. Lagskipting er augljós, og hallar lögunum norðaustur
lrá hlíðinni. Víða má sjá skálögun bregða lyrir. Lögum Jressum
hallar því meir sem fjær dregur hlíðinni, og í hjallabrekkunni
leggjast þau utan á fínkornóttu myndanirnar 2) og 3).
4. mynd. Kort af strandlínum við sunnanvert Þingvallavatn. í skýringum við
myndina hefur fallið niður liæð efsta hjallans, sem er rúmum 60 m meiri en
ylirborð vatnsins nú.
Abb. 7. Karte der Strandlinien am siidlichen Þingvallavatn. A = höchste Ter-
rasse in mehr als 60 m Höhe, B = mittlere Terras.se in ca. 33 m Þlöhe und
C = niedrigste Terrasse in ca. 11 m Höhe iiber dem heutfgen Þingvallavatn.
Die zwei höchsten Terrassen haben sich in einem Eisstausee gebildet, dessen
Abfliisse siidlich vnd nördlich des Úlfljótsvatnsfjall eingezeichnet sind. Die
unterste (C) entstand, als der Abfluss des Sees durch die Lavu von Miðfells-
hraun gestaul und der Seespiegel als Eolge davon erhölit wurde. Im Miindungs-
gebiel der Fliisse befinden sich Slrandwalle, einer iiber dem anderen. Diese
xuurden gebildet, als beim Wiedereinschneiden des Abflusses der Seespiegel
Tiach und nach xuieder gesenht, xuurde.