Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 61
NÁTTÚ RUFRÆÐINGU RI N N
151
er t. d. lónabobbi og smávaxin skel (samloka), sem ég a£ slóðaskap
hef ekki fengið greinda til tegundar. Á sumri hverju er nokkurt
íuglalíf við vatnið. Þann 10. júní 1964 sá ég jrar lómahjón með einn
lítinn unga, sem virtist jrá rétt ný skriðinn úr eggi. Hreiður þeirra
hafði verið í öðrum suðvestur hólmanum.
Ekki veit ég til að lómur hafi orpið við Dalsvatn áður, enda lítið
um hann hér um slóðir, nema lítilsháttar við Heiðarvatn. Þar verpa
oftast 2 til .3 pör og hafa gert jrað í mörg ár, enda er jrar gott til bús
fyrir lómana, jrví að mikill silungur er í vatninu, en stundum hala
netin orðið þeim að aldurtila.
Á lognkyrru blíðviðriskvöldi 21. júní var ég að huga að fuglum í
sunnanverðri Dalaheiði og kom að Dalsvatni kl. 1,30 um nóttina,
stundina, sem mófuglarnir j^eygja. Ekkert rýfur kyrrðina nema ár-
niður í fjarska og eitt og eitt garg í svartbaknum, sem finnst ég vera
tortryggilegur. Þó læt ég fara svo lítið fyrir mér sem mér er kleyft,
Jtví að nú hafði ég hugsað mér að athuga betur hátterni lómsins, og
ég fór ekki erindisleysu. Ég kom að vatninu rétt hjá hreiðri lómsins
og lagðist jrar milli þúfna rétt við vatnsbakkann, Jrar sem vel sást yfir
vatnið. Skammt austur með bakkanum var fullorðinn lómur og ungi.
Úti á miðju vatni var annar fullorðinn lómur, sem virtist vera að
gefa hinum gætur. Synti hann annað veilið nokkuð í átt til Jreirra,
en síðan til baka. Virtist mér hann alltaf synda í sporöskjulöguðum
hringjum og færast smátt og smátt nær fuglinum með ungann. Ég
ályktaði, að jrarna væri um aðkomufugl að ræða, og langaði að sjá
móttökurnar, sem hann fengi, þegar hann kæmi til liinna.
Úr Jressu varð þó ekki, því að eftir um það bil hálfa klukkustund
heyrði ég vængjaþyt yfir mér, og í sömu svipan renndi sér lómur nið-
ur að vatninu og settist skammt frá fuglinum með ungann. Sýnilegt
var að hann var að koma úr aðdráttarferð, Jrví að út úr öðru munn-
viki hans löfðu 2 spegilgljáandi síli, að sjá annað hvort trönusíli eða
sandsíli. Þegar ekki sást merki Jress, að eftir honum væri tekið, vældi
hann nokkrum sinnum og kom þá heldur hreifing á þá, sem fyrir
voru. Fuglinn, sem var einn á miðju vatni hóf sig til flugs og hvarf
til austurs, en unginn tók að synda í átt til Jæss aðkomna og fylgdi
lullorðni fuglinn honum eftir. Þegar unginn nálgaðist þann með
veiðina, virtist hann hafa mikinn áhuga á því að ná í sílin. En það
var ekki eins auðvelt og virtist, því að þegar hann var rétt að ná ti!
þeirra, herti sá gamli sundið og stefndi í átt að hreiðrinu. Var þetta