Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 16
110 N ÁT T Ú R U F R. Æ ÐINGURINN melur við suðurlandið er annar gígur, sem einnig liefur endur fyrir löngu myndazt úti í vatninu. Þar er að ýmsu leyti um merki- legt gos að ræða og ólíkt Sandeyjargosinu, einkum hvað snertir útlit gosefnanna. Þegar Nesjahraun kom upp, hefur það runnið ofan í og fram með þessum gíg og tengt hann landinu. Síðastan skal nefna lítinn gíg nyrzt í Nesjahrauni, alveg norður við vatn. Það er Eldborg. F.kki er útilokað, að þar sé um gervigíg að ræða. Til þess benda fleiri smágígar þarna við vatnið, sem örugglega eru þess konar myndanir. En Eldborg er langstærst af þessum gígum, jxitt lítil sé. Hingað til hef ég fremur hallazt að þeirri skoðun, að Fldborg væri raunverulegur gígur, bæði vegna útjitsins og eins vegna þess, að smámisgengi hefur myndazt þvert yfir gíginn með venjulegri norðaustur stefnu, er gef'ur til kynna, að hann liggi á brotlínu. Vel getur liugsazt, að hraunskiki sá, sem breiðist norður og vestur frá Eldborg og gervigígarnir eru í, sé þaðan runninn, Jdví að misgengið, sem sker Eldborg, sker einnig hraun Jretta, en ekki Nesjahraunið, er runnið hefur fast upp að Eldborg sunnan megin. Þetta þarfnast þó betri athugunar, áður en endanlegt svar fæst. III Eins og lauslega var á drepið, hafa landsig mjög látið til sín taka í myndun Þingvallavatns og mótun landslagsins þar í kring, og er óhætt að fullyrða, að landsig sé aðalþátturinn í myndnn vatnsins. Ýmislegt fleira kemur þó hér til greina. í yfirliti yfir jarðmyndanir og landslag á Þingvöllum nefnir Guðmundur G. Bárðarson (1930) skoðanir þær, sem fram hafa komið um myndun Þingvallavatns- dældarinnar, og getur Jress um leið, að fleira en eitt hafi stuðlað að myndun hennar. Eru Jressar skoðanir helztar: „1) Að dældin hafi myndazt við landsig. 2) Móbergsl jöllin beggja megin við dældina hafa hlaðizt upp smám saman og hækkað, á meðan eldgosin héldu Jrar áfram á jökultímanum. Vel getur verið, að gosefni liaí'i af ein- hverjum ástæðum ekki safnazt eins mikil þar sem dældin er nú, svo að J:>ar hafi dregið til dældar. 3) Eftir að byrjuð var að mynd- ast dæld, þar sem Skjaldbreiður er nú og suður á milli fjallanna, hefur bæði vatnsrennsli og skriðjöklar frá hálendinu l'yrir norðan leitað niður dældina, og bæði víkkað hana og dýpkað. Hugsan- legt er, að dældin hafi fyrrum verið opin suður úr vatnsdældinni,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.